Fengu 18 bleikjur í Hrollleifsdalsá

„Ég og félagi minn vorum að koma úr Hrolleifsdalsá í Skagafirði,“ sagði Ásgeir Olafsson um veiðitúrinn í ána.

„Hrollan er lítil og nett sjóbleikjuá þótt þar sé líka að finna urriða og stöku lax. Veiðin í ánni hefur farið rólega af stað í sumar og oft verið meira af fiski í lok júlímánaðar. Við félagarnir fengum 18 sjóbleikjur og tvo urriða.  57 sm sjóbleikjuhængur heilsaði upp á mig í þessum túr en það þykir stór bleikja í þessari litlu á.  Þetta var sem sagt fínasti túr og alltaf gaman að kíkja í fallega Hrolleifsdalinn,“ sagði Ásgeir í lokin

Veiðar · Lesa meira

Hrolleifsdalsá