Hrolleifsdalsá

Norðvesturland
Eigandi myndar: SVFK
Calendar

Veiðitímabil

20 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

heill dagur

12000 kr. – 14600 kr.

Tegundir

Veiðin

Hrolleifsdalsá er í Hrolleifsdal sem liggur til suðausturs inn í Tröllaskagafjallgarðinn. Dalurinn er sagður kenndur við Hrolleif landnámsmann. Áin fellur í Skagafjörð austanverðan í um 18 km fjarlægð frá Hofsósi og rétt fyrir sunnan kirkjustaðinn Fell í Sléttuhlíð. Þetta skemmtilega veiðisvæði býður upp á mjög fallega sjóbleikju, urriða og laxavon. Seld eru tveggja daga holl, hálfur/heill/hálfur. Meðalveiði er um 400 sjóbleikjur og 10 laxar.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Ágætis veiðihús er við ána. Húsið er með tveimur tveggja manna herbergjum auk svefnlofts. Aðgangur er að heitu vatni og sturtu. Húsið er rafvætt og helstu tæki eru til staðar, svo sem eldavél, ísskápur, kaffivél, brauðrist ofl. Gasgrill er á staðnum.  Veiðimenn mega koma í veiðihúsið einni klukkustund áður en veiði hefst og skulu rýma húsið fyrir kl. 14:00 á brottfarardegi. Mönnum ber að þrífa húsið fyrir brottför og fjarlægja rusl. Þeir leggja sjálfir til sængur, sængurfatnað, tuskur og viskustykki.

Veiðireglur

Í ánni má veiða með flugu, spún og maðki frá ósi upp að brú. En spúnn er bannaður fyrir ofan brú

Kort og leiðarlýsingar

Húsið er staðsett ofan vegar í landi Tjarna. Ekinn er þjóðvegur nr. 76 að bænum Tjörnum og þar tekin hægri beygja inn á slóða sem liggur að veiðihúsi. Hægt er að aka um neðri veiðistaði árinnar en til að komast fram á dal þarf að nota tvo jafnfljóta.

Um 30 veiðistaðir eru í ánni, sem ná frá ósi og rétt upp fyrir Efri-Girðingu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Hofsós: 17 km / Akureyri: 148 km / Reykjavík: 342 km

Nærliggjandi flugvellir

Akureyri: 150 km

Áhugaverðir staðir

Hólar í Hjaltadal, Sundlaugin á Hofsósi, Síldarsafnið á Siglufirði

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiðileyfi Hrolla

SVFK s: 421-2888, [email protected]

Þannig er að félagsmenn ganga fyrir um veiðidaga

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hrolleifsdalsá

Fengu 18 bleikjur í Hrollleifsdalsá

„Ég og félagi minn vorum að koma úr Hrolleifsdalsá í Skagafirði,“ sagði Ásgeir Olafsson um veiðitúrinn í ána. „Hrollan er lítil og nett sjóbleikjuá þótt þar sé líka að finna

Lesa meira »
Shopping Basket