„Það er rólegt og ísinn er hnausþykkur þessa dagana,“ sagði Hjörtur Sævar Steinason þegar við hittum á hann við Meðalfellsvatnið í dag. Ísinn er sannarlega þykkur á vatninu líklega um 35 til 40 sentimetra enda töluvert verið veitt við vatnið í vetur. En vatnið var autt um tíma og fraus aftur og er nokkuð gott núna. Veður er ágæt í dag og síðustu helgar hafa veiðimenn verið duglegir að dorga.
„Já það hafa verið veiðimenn hérna síðustu helgar og fengið talsvert en fiskurinn er frekar smár, einn og einn stærri, sagði Sigurþór Gíslason á Meðalfelli.
Samkvæmt spanni hlýnar næstu daga og ísinn er byrjaður að gefa sig á Bugðu, áin orðinn auð á stórum köflum. Staðan er önnur í Laxá í Kjós.
Hjörtur Sævar Steinason, Jakinn, að dorga á Meðalfellsvatni í Kjós í dag /mynd GB
Veiðar · Lesa meira