Meðalfellsvatn í Kjós er um 2 km² að stærð og um 18 m djúpt þar sem það er dýpst. Vatnið er í 46 metra hæð yfir sjávarmáli. Í það renna Sandsá og Flekkudalsá, en úr því fellur Bugða sem rennur í Laxá í Kjós. Mest veiðist af smábleikju, en einnig nokkur urriði, sjóbirtingur og lax. Lax gengur oft upp í Meðalfellsvatn og hafa menn veitt þar grálúsuga laxa frá miðju sumri og út veiðitímabilið. Þar sem mikið er af smábleikju í vatninu hentar það mjög vel fyrir ungviðið. Góðir veiðistaðir að vori eru undan Grástein og Skógum undir suðvesturhlíðinni sem og við ósa Sandsár. Þegar líða fer á sumarið dreifist veiðin nokkuð mikið um vatnið og gefa flestir staðir álíka vel.
Góð dorgveiði á Meðalfellsvatni
„Það er rólegt og ísinn er hnausþykkur þessa dagana,“ sagði Hjörtur Sævar Steinason þegar við hittum á hann við Meðalfellsvatnið í dag. Ísinn er sannarlega þykkur á vatninu líklega um