Góð dorgveiði á Meðalfellsvatni

„Það er rólegt og ísinn er hnausþykkur þessa dagana,“ sagði Hjörtur Sævar Steinason þegar við hittum á hann við Meðalfellsvatnið í dag. Ísinn er sannarlega þykkur á vatninu líklega um 35 til 40 sentimetra enda töluvert verið veitt við vatnið í vetur. En vatnið var autt um tíma og fraus aftur og er nokkuð gott núna. Veður er ágæt í dag og síðustu helgar hafa veiðimenn verið duglegir að dorga.

Ísinn að gefa sig á Laxá í Kjós /mynd GB

„Já það hafa verið veiðimenn hérna síðustu helgar og fengið talsvert en fiskurinn er frekar smár, einn og einn stærri, sagði Sigurþór Gíslason á Meðalfelli.

Samkvæmt spanni hlýnar næstu daga og ísinn er byrjaður að gefa sig á Bugðu, áin orðinn auð á stórum köflum. Staðan er önnur í Laxá í Kjós.

Hjörtur Sævar Steinason, Jakinn, að dorga á Meðalfellsvatni í Kjós í dag /mynd GB

Veiðar · Lesa meira

Meðalfellsvatn