Góð dorgveiði í Langavatni

„Það er heldur betur búið að vera líf í dorgveiðinni hér fyrir norðan. Við hjá Fluguveiði.is höfum verið að fara með fólk í svokallað vetrarævintýri sem er tvær nætur í veiðihúsinu við Mýrarkvísl og einn dagur í dorgveiði með leiðsögn,“ segir Ísak Matthiasson og nætir við; „við sköffum allan búnað og beitu og leiðsögumenn ferja fólkið og búnaðinn inn á vatn á vélsleðum eða breyttum jeppum sem gerir okkur kleift að veiða marga staði og finna fiskinn á skömmum tíma“.
Nánar um Vetrarævintýri á https://fluguveidi.is/vetraraevintyri/
„Langavatn hefur verið okkar go to vatn þar sem mikið er af vænum Urriða og fallegum bleikjum í bland. Okkur hefur gengið best með maríneraðri síld (Mjög mikilvægt að það sé marineruð síld en ekki t.d kryddsíld, þeir vita hvað þeir vilja þessir fiskar) eða rækju á litlum krók c.a 30cm fyrir neðan lítinn spún þar sem er ekki meira en meter frá ísnum og niður í botn sem er ótrúlega skemmtilegt því þá er hægt að horfa ofan í holuna og sjá þegar fiskurinn kemur og veltir agninu fyrir sér áður en hann ákveður að taka eða eða sinda framhjá agninu. Þegar fiskurinn er búinn að horfa óþægilega lengi á beituna án þess að taka hana almennilega, þá virkar oft að lyfta agninu rólega, þetta endar oftar en ekki í töku. Urriðinn hins vegar kemur oft á þannig ferð að manni bregður þegar hann altíeinu birtist í holunni og er farinn með agnið lengst undir ísinn á augnabliki. 

Fiskurinn í Langavatni er góður matfiskur og mælum við hiklaust með að taka nokkra upp í hús og skella þeim á pönnuna áður en farið er í heita pottinn. Það kemur á óvart hvað sérstaklega urriðinn er í góðum holdum og er ótrúlega kraftmikill yfir vetrar tíman þarna, þeir eru margir hverjir eins og nýgengnir sjóbirtingar á þykkt, þess vegna var mjög áhugavert að opna magan á nokkrum slíkum og sjá hvað var á matseðlinum. Í ljós kom rosalegt magn af vatna bobbum og hornsílum.

Ís Dorgið er rosalega góð leið til að ná úr sér veiði hrollinum, sérstaklega á fallegum góðviðris degi í góðum félagsskap,“ segir Ísak ennfremur.

Síðastliðna helgi kom frábær hópur og gerði hörku veiði, 16 fiskar á land – fluguveidi.is

Veiðar · Lesa meira

Langavatn í Reykjahverfi