Langavatn er í Reykjahverfi á milli Mývatns og Húsavíkur. Það er í 158 m hæð yfir sjó og mælt flatarmál þess er 0.6 km². Í vatninu eru bæði urriði og bleikja. Mest er um smábleikju og er vatnið ofsetið og ekki veitti af talsverði netaveiði. Langavatn er hluti af hinu viðfeðma vatnakerfi Laxár í Aðaldal. Úr vatninu rennur Mýrarkvísl niður í Laxá og þaðan til sjávar. Í vatnið fellur Geitafellsá en hún á upptök sín í Kringluvatni. Góð veiði er oft um miðbik vatnsins, út frá vestari bakkanum, og svo einnig þar sem Geitafellsá fellur í það. Í vatninu er einnig dágóð dorgveiði og hefur Iceland Fishing Guide boðið upp á dorgveiðiferðir í vatnið.
Mokveiði í Langavatni í Reykjadal
„Já við fórum fimm vaskir veiðimenn í Langavatn í Reykjadal í vikunni og veiðin var flott, eiginlega mokveiði,“ sagði Cyrus Alexander Harper, er við spurðum um veiðiferðina í Reykjadalinn. En