Mokveiði í Langavatni í Reykjadal

„Já við fórum fimm vaskir veiðimenn í Langavatn í Reykjadal í vikunni og veiðin var flott, eiginlega mokveiði,“ sagði Cyrus Alexander Harper, er við spurðum um veiðiferðina í Reykjadalinn. En silungsveiðin hefur víða gengið vel og veiðimenn verið að fá góða veiði.

„Fórum fimm félagar í smá vatnaveiði og það endaði með því að ég varð að flauta parítið af, þeir vildu bara alls ekki hætta og fara heim, þetta var svo mikið fjör. Það veiddist á ýmsar flugur; púpur, þurrflugur og straumflugur, svo einn diskó streamer sem gaf óhemju af fiski. Þetta var bara algjört ævintýri og ég fékk svo einn flottan urriða á öðrum stað í vatninu, virkilega skemmtileg ferð,“ sagði Cyrus enn fremur. 

Mynd. Vígalegir veiðimenn með flotta veiði úr Langavatni í Reykjadal.

Veiðar · Lesa meira

Langavatn í Reykjahverfi