Ný og glæsileg aðstaða

Fengum þær fréttir frá Herði Hjartarsyni að veiðin í Hörðudalsá sé búin að vera ágæt í sumar. Hún er nú komin í 65 laxa og um 100 bleikjur. Stolt Veiðifélags Hörðudalsár er nýtt og glæsilegt 114 m2 frístundahús sem stendur á fallegum stað, með útsýni yfir dalinn. Fyrirhugað er að leigja það út allt árið. Gamla veiðihúsið fyrir ána var orðið barn síns tíma enda orðið um 40 ára gamalt.

Ljósmynd/ Hörður Hjartarson, Veiðifélag Hörðudalsár

Hörðudalsá