Hörðudalur er syðstur dala í Dalasýslu. Um hann rennur Hörðudalsá en dalurinn klofnar í Vífilsdal og Laugardal. Dalurinn gengur suður frá Hvammsfirði og er allt umhverfi sérlega fallegt. Áin var lengi afburða sjóbleikjuá og í góðu sumri veiddust þar yfir 1000 fiskar. Hin síðari ár hefur bleikjuveiði þó dregist saman líkt og víða annarsstaðar á landinu. Undanfarin ár hafa hrogn verið grafin í Laugá og lax verið fluttur á ófiskgenga hlutan í Hörðudalsá í samráði við fiskifræðinga. Eru það þættir í því að gera ána sjálfbæra. Laxveiði hefur verið talsverð, allt frá ca. 2 tugum uppí um 120. Seldir eru tveir dagar í senn frá hádegi til hádegis.
Ný og glæsileg aðstaða
Fengum þær fréttir frá Herði Hjartarsyni að veiðin í Hörðudalsá sé búin að vera ágæt í sumar. Hún er nú komin í 65 laxa og um 100 bleikjur. Stolt Veiðifélags