Þetta var bara ansi gaman

„Já maður er alltaf eitthvað að veiða og hnýta líka, fór að veiða upp í Svínadal um daginn og það var gaman,” sagði Hilmar Þór Sigurjónsson sem finnst fátt skemmtilegra en að veiða fisk og hnýta flugur helst á hverjum degi. 

„Við fórum ég mamma og pabbi að veiða upp í Þórisstaðavatni og það gekk vel, gerðum fina veiði. Ég var á kayak og dró fluguna bara á eftir bátunum, fékk átta flotta fiska og pabbi fékk fjóra. Þetta var ansi  gaman,” sagði Hilmar að lokum.

Silungsveiðin gengur víða vel vötnin hafa verið að gefa flotta veiði og núna ætti laxinn að fara að mæta á svæðið. Veiðimenn hafa líka verið að fá fisk í Skorradalsvatni.

Mynd. Hilmar Þór Sigurjónsson með flottan urriða úr Þórisstaðavatni en hann fékk  átta. 

Veiðar · Lesa meira

Vötnin í Svínadal