Vötnin í Svínadal

Suðvesturland
Eigandi myndar: Högni H
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 25 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Aðgengi fyrir fatlaða, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

2500 kr. – 2500 kr.

Tegundir

Veiðin

Vötnin í Svínadal eru þrjú: Eyrarvatn, sem Laxá í Leirársveit fellur úr, þá Þórisstaðavatn (Glammastaðavatn) og efst Geitabergsvatn, en þau eru samtals 3.12 km² að flatarmáli og er miðvatnið stærst þeirra. Í vötnunum er bæði bleikja og urriði og lax fæst þar einnig enda er laxgengt í vötnin. Silungarnir geta orðið mjög vænir í vötnunum  og er nokkuð jöfn veiði út tímabilið. Að vötnunum er ekið út frá þjóðvegi um Hvalfjörð hjá Ferstiklu og þegar komið er upp á hálsinn blasa vötnin við sjónum. 

Gisting & aðstaða

Hótel

Hótel Glymur s:430-3100, hotelglymur.is

Tjaldstæði

Á svæðinu er skipulagt tjaldsvæði með snyrtiaðstöðu sem hægt er að kaupa aðgang að. Í næsta nágrenni má finna hótel, sveitakrá, hestaleigu, sundlaug og sölubúð.

Aðrir gistimöguleikar

Þórisstaðir, s: 691-2272, leigja út sumarhús og ferðavagna.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið spannar allt Geitabergsvatn, allt Þórisstaðavatn og norðanvert Eyrarvatn. Ekki má veiða í ánum, Þverá og Selós

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Akranes: 30 km, Reykjavík: 67 km, Keflavík: 108 km og Akureyri: 336 km

Áhugaverðir staðir

Glymur, hæsti foss Íslands: 21 km, Hernámssetrið s: 433-8877: 4 km, Bjarteyjarsandur s: 433-8831: 9 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðvesturland

Fréttir af veiði Vötnin í Svínadal

Þetta var bara ansi gaman

„Já maður er alltaf eitthvað að veiða og hnýta líka, fór að veiða upp í Svínadal um daginn og það var gaman,” sagði Hilmar Þór Sigurjónsson sem finnst fátt skemmtilegra en að

Lesa meira »
Shopping Basket