Bræður ætluðu að gera sér glaðan dag í Eyjafjarðará og kasta fyrir silung í þessari perlu Eyjafjarðar sem er í botni fjarðarins. Fljótlega settu þeir í lax og hann var silfurbjartur og stór. „Það læddist fljótt að mér grunur að þetta væri eldislax.
Eldislaxinn sem veiddist í Eyjafjarðará í dag. Ljósmynd/Ásgeir Atli
Það eru rosalegir birtingar á sveimi um neôri svæði Eyjafjarðarár, þessi dægrin. Ingvar Hauksson og félagar duttu heldur betur í lukkupottinn um daginn en þeir lönduðu ma. fiskum frá 65 cm upp í 90 cm tröllum, sem fékkst á svaði III. Birtingarnir voru að taka bæði púpur og straumflugur af ýmsu tagi. Það er gaman að segja frá pví að Ingvar, sem er búsettur erlendis, heimsækir Ísland árlega til þess að veiða sjóbirting i Eyjafjarðará og fleiri ám ásamt hópi veiðimanna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart lengur að menn leggi á sig millilandaferðir til að veiða í þessari mögnuðu á sem liðast niður allan Eyjafjörðinn enda sjóbirtingsveiðin í henni á pari við það besta sem í boði er hérlendis fyrir aðeins brot af þeim kostnaði sem þekkist annars staðar á landinu.
Nýtt tölublað Sportveiðiblaðsins var að koma út og ætti að vera á leið til áskrifenda sem og á alla helstu sölustaði.
Í blaðinu má finna flott viðtal við Guðrúnu Hildi Jóhannsdóttur laxveiðikonu og Matthías Þór Hákonarson leigutaka Mýrarkvíslar. Gunnar Helgason leikari með flott efni og veiðistaðalýsingar fá sinn sess en veiðistaðir í Andakílsá eru teknir fyrir í þessu tölublaði.
Hvað er betra en að grípa Sportveiðiblaðið og lesa meðan beðið er eftir rigningunni!
„Þetta er í fyrsta skipti sem við komum á svæðið, mikil þoka var þarna og töluverður vindur en bleikjan var einungis að taka fluguna og þá helst pínulitlar Zeldur sem er nú aðallega laxafluga frá Kjartani Antonssyni,“ sagði Eggert Sigurþór Guðlaugsson sem var í frábærri veiðiferð á Grimstunguheiði. „Já mokveiði var á Grímstunguheiði hjá okkur en við vorum sex saman og lönduðum 107 bleikjum á fimm tímum, stærsti hlutinn fór aftur í vatnið en við tókum 30 i soðið. Þrír úr hópnum fengu sína fystu fiska á flugu og var meðalþyngd fiskana um 4 pund. Stórglæsilegar bleikjur eru á svæðinu og forrétinndi fyrir íslenska náttúruunnendur að veiða á þessu svæði,“ sagði Eggert enn fremur.
Ljósmynd/Bleikjurnar voru vænar, flestar um 4 pund.
Þeim sem þykir fátt skemmtilegra en að veiða sjóbleikju sækja oft Eyjafjörðinn heim en um hann renna allmargar góðar sjóbleikjuár. Dugar þar að nefna Eyjafjarðará, Fjarðará (Ólafsfjarðará), Hörgá og Svarfaðardalsá. Eyjafjarðará var sú þeirra sem fékk lengi mesta athygli, en nú hefur dregið úr veiði vegna ástands sjóbleikjustofnsins og í raun í öllum ánum. Nú er sóknin í Eyjafjarðará nánast eingöngu bundin við eitt svæði, það fimmta. Aftur á móti, hefur sjóbleikja í Fjarðará, Hörgá og Svarfaðardalsá verið að fást víða í ánum. Sú staðreynd og hærri dagskvóti eykur þar sóknina. Þetta sumar hafa veðurfarslegar aðstæður gert það að verkum að Hörgá og Svarfaðardalsá, sem eiga það til að jökullitast, hafa verið veiðilegar dag eftir dag.
Sú á sem gefið hefur mesta sumarveiði hingað til, miðað við skráningu, er Svarfaðardalsá. Hún er dragá, frekar köld og oft jökullituð á sumrin. Veiðisvæðið er um 35 km langt, skipt í 5 svæði og eru tvær stangir leyfðar á hverju þeirra. Sjóbleikjugöngur ná oftast hámarki í lok júlí og fyrstu tvær vikurnar af ágúst. Það getur svo sannarlega verið skemmtilegt að ganga um bakka Svarfaðardalsár eins og samantektin hér að neðan greinir frá.
Veiðistaður á sv. 3, ofan BakkaVeiðistaður á sv. 3, ofan BakkaVeiðistaður á sv. 5, Tungufell
“Átti heilan dag í Svarfaðardalsá þann 9. ágúst, 3 og 5 svæði um morguninn og svo svæði 5 seinni partinn. Var mættur rétt eftir 7:00 og hóf veiðar ofarlega á svæði 5, neðan við bæina Göngustaði og Göngustaðakot. Þar rennur áin í kvíslum, veiðistaðirnir eru litlir og viðkvæmir sem gerir þetta allt svo heillandi. Tókst að setja í 5 fiska og náði 4 á land. Það kom nokkuð á óvart að einn þeirra reyndist sjóbirtingur sem veiðist sjaldan svona ofarlega í ánni.
Frá efri hluta 5 svæðis lá leiðin svo alla leið niður á neðri hluta svæðis 3. Neðan við bæinn Grund eru nokkrir fínir staðir þar sem oft má finna göngufisk en nú var raunin önnur. Færði mig því ofar og byrjaði á því að kíkja á breiðu neðan við golfvöllinn. Varð ekki var þar en fékk svo tvær nokkuð ofar á fallegum veiðistöðum milli golfvallarins og bóndabæinn Bakka. Þar sem það var frekar lítið líf á neðri hluta svæðis 3 var best að halda ofar á staði ofan við Bakka og upp að mótum Svarfaðardalsár og Skíðadalsár. Best er að nálgast þá staði með því að fylgja vegi niður Tungurnar og leggja bíl sínum rétt ofan við ármótin. Þaðan er stutt vegalengd niður á efri hluta svæðis 3 þar sem finna má marga fína veiðistaði. Þarna gerast oft ævintýri og á leið minni náði ég 5 sjóbleikjum og var ein þeirra 55 cm.
Á seinni vaktinni hófst veiðin neðan við Höfða, félagsheimili þeirra Svarfdælinga sem stendur við ána um mitt 5 svæði. Þaðan var ákveðið að fara í gönguferð niður með ánni og veiða alla þá staði sem á leið minni yrðu. Lítið var um fisk fyrr en komið var á veiðistaði neðan við Mela og að Hreiðarstöðum. Á þeim kafla náðust 6 fiskar, 5 bleikjur og einn urriði. Oft er það nú þannig að maður missir þá stærstu og það átti svo sannarlega við þarna. Stór bleikja sem lét ekki af stjórn og sleit hjá mér. En svakalega var þetta nú gaman. Nú var smá tími aflögu til að skoða staði rétt fyrir neðan brú en hafði ekki árangur sem erfiði”
Að mestu var fiskurinn að taka kúlupúpur, helst PT afbrigði, Copper John, Rainbow Warrior og San Juan blóðorma. Einnig fengust nokkrar á hina öflugu Stirðu og var sú rauða sterkust. Allar þessar flugur fást hér á Veiðiheimum.
Silungsveiðin hefur víða gengið mjög vel og margir fóru til veiða um helgina og fiskarnir virðast vel haldnir og vænir. „Mjög góð veiði er á Arnarvatnsheiðinni og fallegir fiskar að veiðast,“ sagði Andri Þór Arinbjörnsson í samtali um ferð sína á heiðina um helgina.
Ármann er 11 ára og er við veiðar á Arnarvatnsheiðinni meðal annarra veiðimanna. Hann er nýlega byrjaður að veiða á flugu og búinn að fá talsvert af vænum fiski. Silungarnir eru flottir og Skagaheiðin hefur einnig verið að gefa vel og bleikjan veiðist líka vel í Hraunsfirði.
„Fiskurinn tók sæmilega í og það var gaman að landa honum í hyl númer 7,“ sagði Einar Hallur Sigurgeirsson sem var við veiðar í Efri Flókadalsá í gærdag, en áin hefur gefið 300 bleikjur. Lítið hefur rignt í Fljótunum síðustu fimm til sex vikurnar.
„Jú þetta er fyrsti fiskurinn sem ég veiði og nú er að reyna að fá lax í sumar, en hann var aðeins búinn að narta áður,“ sagði Einar Hallur enn fremur.
Efri Flókadalsá hefur gefið 300 bleikjur og víða má finna bleikjur í ánni, þær eru tregar í þessum þurrki viku eftir viku. En boltableikjur eru á nokkrum stöðum eins og í veiðistað númer 15, þar eru bleikjur þær stærstu í kringum 5 pund. En þær hafa lítinn áhuga að taka agn veiðimanna, sá staður hefur gefið mest í ánni í sumar. Þegar fer loksins að rigna, getur orðið fjör, hvenær sem það nú verður.
Fljótaá í Fljótum hefur verið að gefa laxa og bleikjur í sumar eins og Neðri Flókadalsá.
Einar Hallur Sigurgeirsson með fyrsta silunginn sinn, næst verður það lax. /Mynd María Gunnarsdóttir
Tvær veiðifjölskyldur eru nú við veiðar í Kolku í Skagafirði, en svo nefnast Hjaltadals- og Kolbeinsdalsá sem heita Kolka eftir að þær renna saman núna um helgina.Þar landaði Jóhann Nóel 83 cm hrygnu úr Brúarhyl í Hjaltadalsá og var henni sleppt að viðureign lokinni. Þetta er stærsti fiskur Jóhanns hingað til, en hann segist ekki hættur og stefnir hærra. Líklega verður sagan sögð oft í veiðihúsinu í kvöld.
„Þetta er ekkert í lagi að urriðinn sé illa haldinn í vatninu og ég hef ekki séð murtu í ÞIngvallavatni í fjögur ár,“ sagði veiðimaður sem hefur mikið veitt í vatninu til fjölda ára og veitt þar marga væna fiska.
„Það er mikið að. Við veiddum urriða um daginn og hann var mjór og illa haldinn, það verður að rannsaka þetta sem allra fyrst,“ sagði veiðimaðurinn og það hafa margir aðrir tekið í sama streng.
Murtan er horfin úr vatninu og sést þar ekki lengur, urriðinn er magur og bleikjan er á undanhaldi. Það þarf að hefja rannsóknir á vatninu hvað hefur breyst og hvað sé framundan.
Höfum rætt við fjölda veiðimanna sem hafa sömu sögu að segja, einn hafði veitt níu urriða sl. vor, einn af þeim var í fínu lagi hinir bara slápar og ekki ætir. Þeim var sleppt aftur í vatnið og vonandi ná þeir að stækka og dafna í Þingvallavatni.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may affect your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. These cookies ensure basic functionalities and security features of the website, anonymously.
Cookie
Duration
Description
cookielawinfo-checkbox-analytics
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics".
cookielawinfo-checkbox-functional
11 months
The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional".
cookielawinfo-checkbox-necessary
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary".
cookielawinfo-checkbox-others
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other.
cookielawinfo-checkbox-performance
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance".
viewed_cookie_policy
11 months
The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data.
Functional cookies help to perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collect feedbacks, and other third-party features.
Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.
Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.
Advertisement cookies are used to provide visitors with relevant ads and marketing campaigns. These cookies track visitors across websites and collect information to provide customized ads.