Lítið af bleikju

Lítið um bleikju í mörgum veiðiám

„Við vorum fyrir norðan og fengum nokkrar bleikjur, vorum á sama tíma í fyrra og þá var flott veiði, búinn að heyra þetta hjá mörgum veiðimönnum. Bleikjan er að klikka algjörlega þetta árið,“ sagði veiðimaður sem var í lítilli bleikju og annar tók í sama streng, „vorum fyrir austan og þar var mjög lítið af bleikja. Norðfjarðará var alls ekki að gefa mikið þegar við vorum þar,“ sagði veiðimaðurinn, fékk þó nokkrar en sleppti líka nokkrum, sem betur fer. 

Veiðimenn sem við höfum rætt við víða um land segja allir sömu sögu frá Norðurlandi og austur á firði. Miklu minna um bleikju, árnar kaldar og lítil veiði. Sumar árnar hafa verið vatnsmiklar í allt sumar en mjög kaldar eftir miklar rigningar.

„Ég var í Héðinsfirði um daginn og fékk nokkrar, rosalega rólegt,“ sagði einn veiðimaður og þessa sögu segja margir veiðimenn þetta sumarið.  Bleikjan er að klikka víða, lítið veiðist af henni í flestum landshlutum.

Bleikju sleppt aftur í Hrolleifsdalsá um daginn. Mynd Ásgeir

Veiðar · Lesa meira

Tveir tappar

Veiðin er bara svo skemmtileg

„Já ég er búinn að veiða mikið í sumar og fá marga fiska, bæði laxa og silunga,“ sagði Patrekur Ingvarsson sem er ungur veiðimaður með mikla veiðidellu á Selfossi  og notar hverja stund sem gefur til að veiða eða afgreiða í veiðibúðinni hjá Axeli frænda.

„Veiðin er svo skemmtileg en ég er búinn að fá átta laxa í sumar og helling af silungi. Veiðisumarið er alls ekki búið hjá mér á eftir að veiða eitthvað meira en skólinn er byrjaður og maður verður að mæta i hann,“ segir ungi veiðimaðurinn og þýtur upp, þarf að afgreiða viðskiptavin og ræða eins við hann um veiði, hvert hann sé að fara osfrv. Þetta hlýtur að vera toppurinn í veiðimennsku, verandi ungur með vaxandi veiðidellu, vinna í veiðibúðinni talandi um veiði og veiða svo flotta fiska.

Darri og Patrekur Ingvarssynir við Hraunsá fyrr í sumar

Veiðar · Lesa meira

Veiðivötn

Veiðivötn gefið yfir 18 þúsund fiska

„Við skruppum  aðeins um daginn og fengum nokkra fiska, Stóra Fossvatn var að gefa okkur fína veiði,“ sagði Pálmi Gunnarsson sem var í Veiðivötnum fyrir skömmu, en góð veiði hefur verið í Veiðivötnum í sumar og mörgum gengið vel í veiðinni.

Litlisjór hefur gefið lang flesta fiskana eða 3696 fiska, síðan Snjóölduvatn með 2971 fiska, Ónýtavatn með 1600 fiska, þá Hraunvötn með 1600 fiska og Nýjavatn með 1543 fiska, svo eitthvað nefnt úr aflatölum af svæðinu. 

Það hafa margir komið í Veiðivötn í sumar sem endranær, koma ár eftir ár og sumir nokkrum sinnum á ári.

Myndir PálmiI/Gabríel Pálmi Heimisson 8 ára með fisk líka úr Stóra Fossvatni 

Veiðar · Lesa meira

silungsveiðin

Flottir fiskar flott veiði

Silungsveiðin hefur gengið vel víða í sumar og margir fengið góða veiði, fiskurinn er vænn og magnið í meira lagi. Það er víða fisk að finna í vötnum og ám landsins, hann Helgi Stefán Ingibergsson var á veiðum vestur í Dölum fyrir skömmu og kom ekki tómhentur heim.

Flott veiði komin á land

„Við vorum að veiða, ég og Alexander Þór Helgason og það gekk vel, fengum fína fiska, vestur í Dölum,“ sagði Helgi Stefán Ingibergsson um veiðiferðina. „Fiskurinn veiddist mest á spúnn, flott veður og við nutum veiðanna í botn, skal ég segja þér. Er búinn að veiða eitthvað í sumar en maður veiðir aldrei nóg,“ sagði Helgi Stefán í lokin.

Mynd. Alexander Þór Helgason með flotta bleikju.   
Myndir Helgi Stefán

Veiðar · Lesa meira

Blöndukvíslar

Safariferð í Blöndukvíslar

Þær hafa svo sannarlega vakir eftirtekt veiðimanna, safaríferðirnar sem hann Óli “Dagbók Urriða” stendur fyrir í samstarfi við Fish Partner. Sú síðasta, þetta sumar, var 4 daga veiðiferð í Blöndukvíslar. Að sögn Óla “var hópurinn alveg einstaklega skemmtilegur og mikið hlegið”. Gist var í Áfanga en þar öll aðstaða til fyrirmyndar og gott starfsfólk. 

Óli sagði í gríni við hópinn “að markmiðið væri að ná 100 fiskum” og það stóðst. Eins og gengur og gerist á heiðum Íslands var stærð fiskana blönduð en fjölmargir flottir komu á land. Þar á meðal voru fiskar sem þóttu sérstakir fyrir viðkomandi veiðimenn, hvað varðar stærð, voru þeir fyrstu á þurrflugu eða þeir fyrstu í ákveðnum hyljum. 

Þeir smáu glöddu líka

Það gerði ferðina enn áhugaverðari að mikið sást af fálka og einnig voru ernir á sveimi. 

Árangursrík og vel heppnuð ferð og Óli sagði “Hlakka til að bæta við fleiri spennandi ferðum fyrir næsta tímabil” 

Ljósmyndir/Óli (Dagbók Urriða)

Frétt fengin af facebook síðu “Dagbók Urriða”

Þórisvatn

Flott veiði í Þórisstaðavatni

Veðrið hefur ekki verið upp á marga fiska þetta sumarið og þá er ég að tala um bátaveiði,” sagði Anna M Hálfdánardóttir í samtali við veiðar.is.

„Það var keyrt í um vikutíma um Norðurland með nokkur vötn í huga en aldrei gaf veðurguðinn tækifæri á að koma bátnum á vatn.

Svo var undirrituð á leið í helgarferð með Félagi Húsbílaeigenda og dagana á undan kom loksins góð veðurspá og skelltum við okkur að Þórisstöðum í Svínadal með bátinn. Vatnið tók vel á móti okkur, svolítil fluga en ekta veiðiveður.

Flottur forréttur klár fyrir 100 manns

Á einni kvöldstund og einum morgni tókum við 23 fiska frá 1/2p til 3p á land. Urriðar og vænar bleikjur á hina ýmsu spúna en aðallega á svartan toby. Með þennan fína afla var tækifæri til að gleðja húsbílafélagana en skellt var í forrétta grillveislu ásamt meðlæti fyrir 100 manns og allir nutu vel,“ sagði Anna í lokin.

Mynd: Anna M. Hálfdánardóttir með flottan urriða.

Veiðar · Lesa meira

Hrolla

Fengu 18 bleikjur í Hrollleifsdalsá

„Ég og félagi minn vorum að koma úr Hrolleifsdalsá í Skagafirði,“ sagði Ásgeir Olafsson um veiðitúrinn í ána.

„Hrollan er lítil og nett sjóbleikjuá þótt þar sé líka að finna urriða og stöku lax. Veiðin í ánni hefur farið rólega af stað í sumar og oft verið meira af fiski í lok júlímánaðar. Við félagarnir fengum 18 sjóbleikjur og tvo urriða.  57 sm sjóbleikjuhængur heilsaði upp á mig í þessum túr en það þykir stór bleikja í þessari litlu á.  Þetta var sem sagt fínasti túr og alltaf gaman að kíkja í fallega Hrolleifsdalinn,“ sagði Ásgeir í lokin

Veiðar · Lesa meira