Nýjir hausar í Hítará

Nýir leigutakar taka við Hítará á Mýrum

Undirritaður hefur verið leigusamningur milli Veiðifélags Hítarár á Mýrum og Grettisstilla ehf. um leigu á veiðirétti Hítarár, hliðaráa og Hítarvatns.

Frá undirritun samninga í hinu rómaða veiðihúsi Lundi, sem reist var af Jóhannesi á Borg um miðja síðustu öld. Frá vinstri Haraldur Eiríksson, Sigurjón Helgson, Ólafur Sigvaldson og Reynir Þrastarson. Ljósmynd/Hítará

mbl.is – Veiði · Lesa meira

Leirá 2 haust laxar

Tveir laxar á land á stuttum tíma

Stefán Sigurðsson

„Ég skrapp aðeins í Leirá í Leirársveit í dag og tók tvo laxa á stuttum tíma,“ sagði Stefán Sigurðsson þegar við heyrðum í honum en hann hefur staðið vaktina víða í veiðinni. 

Ytri Rangá situr á toppnum þessa dagana, hefur gefið 4444 laxa, síðan kemur Eystri Rangá með 3422 laxa svo Miðfjarðará með 1455 laxa, Þverá með 1430 laxa og lokatölur í Norðurá eru 1352 laxar þetta sumarið.

En við vorum að tala um Leirá í Leirársveit og gefum Stefáni orðið. „Já það er fiskur víða um ána, sá þá víða í dag en fyrstu laxarnir veiddust í júlí,“ sagði Stefán ennfremur.

Ljósmynd/Stefán Sigurðsson

Veiðar · Lesa meira

Kursk Frances

Kursk spennandi í haustveiðina

Haustveiðin kallar oft á breyttar áherslur í veiðinni. Með kólnandi veðri fylgir oft tökuleysi og laxinn er búinn að sjá flestar flugur og það oft. Hann er lagstur og farinn að huga að hrygningu. Það er við þessar aðstæður sem oft þarf að taka fram þungavopnin.

Kursk Frances. Þessar eru öðruvísi og sökkva hratt. Ljósmynd/Veiðihornið

mbl.is – Veiði · Lesa meira

Maríulax Stóra

Maríulaxinn veiddist aftur mánuði síðar

Rúnar Haraldsson lenti í sérstakri uppákomu í Stóru – Laxá í hollinu sem nú er að veiða. Hann setti í smálax og landaði og honum í Klapparnefi sem er uppi á svæði fjögur í Stóru, eða á efra svæðinu eins og það heitir í dag. „Þetta var svolítið fyndið.

Magnús Vatn­ar með maríulax­inn sinn sem hann veiddi í Klapp­ar­nefi 19. ág­úst/Ljósmynd Þorsteinn S

mbl.is – Veiði · Lesa meira

Veiðiuggi

Hjónin bæði með hundraðkall í Aðaldal

Loksins kom haust – hundraðkall úr Laxá í Aðaldal. Það var Aðalsteinn Jóhannsson sem setti í hann og landaði á Mjósundi á haust Frigga. Alli eins og hann er kallaður var á tíunda degi í beit í Laxá þegar veiðigyðjan verðlaunaði hann með þessum magnaða hæng.

Ljósmynd/AJ Svona lítur veiðiugginn út á haust hæng sem hefur náð þessari eftirsóknaverðu stærð hundrað plús sentímetrar.

mbl.is – Veiði · Lesa meira

Andakil að ná sér

Nær Andakílsá í Borgarfirði sér aldrei að fullu?

Í skýrslu frá Hafrannsóknastofnun, sem birt var í dag, kemur fram að alls ekki sé hægt að segja til um hvort lífríki Andakílsárinnar í Borgarfirði nái sér eftir umhverfisslysið sem varð vorið 2017, þegar þúsundir rúmmetra af aur bárust frá Andakílsárvirkjun niður stóran hluta árinnar og drap og leyðilagði hrygnigasvæði árinnar. Aurflóðið hafði þær afleiðingar og búsvæði árinnar leyðilagðist að stórum hluta, en Andakílsá var fræg fyrir sérstakan stofn laxfiska, stutta laxa og þykka, sem höfðu veiðst í ánni síðan elstu menn muna.

Þetta aurflóð drap seiðin í ánni og lítið sem ekkert veiddist af fiski ári síðar. Andakílsá var lokað í nokkur ár en veiðin kom aðeins til baka en veiðst hafi aðeins 260 laxar í ár, í fyrra komu 518 og þar áður 666 laxar.

Skýrslan sýnir því að litlar líkur séu á að Andakílsáin nái sér aftur á strik, amk er staðan þannig í dag.

Ljósmynd/Veiðimaður með hann á í Andakílsá

Veiðar · Lesa meira

Frá Eystri

Eystri Rangá gefið 3250 laxa – fyrsti flugulax Guðrúnar Maríu

„Við lönduðum átta löxum en settum í fleiri sem sluppu, þetta var fínn veiðitúr,“ sagði Þorsteinn Einarsson sem var að koma úr Eystri Rangá þar sem dóttir hans fékk fyrsta flugulaxinn sinn.  Eystri Rangá situr í öðru sætinu með 3250 laxa en Ytri Rangá er lang efst með 4260, síðan Miðfjarðará með 1400 laxa.

„Já dóttirin veiddi fyrsta flugulaxinn sinn, hún Guðrún María og bætti um betur, landaði þremur löxum og missti tvo. Fyrsti laxinn sem tók fluguna  hjá henni, tók rauða frances túpu með kúluhaus. Hún var nokkuð lengi með hann, ætlaði alls ekki að missa laxinn og að lokum náðist hann,“ sagði Þorsteinn.

Ljósmynd/Guðrún María Þorsteinsdóttir með sinn fyrsta lax á flugu

Veiðar · Lesa meira