Mikil viðbrögð við Syðri Brú

Mikil viðbrögð við Syðri Brú

„Það hafa verið mikil viðbrögð við svæðinu í Syðri Brú síðan það var opinberað að við í Veiðikló hefðum tekið það  á leigu, enda skemmtilegt svæði, sagði Einar Páll Garðarsson hjá Veiðikló en þeir Einar Páll og Jóhannes Þorgeirsson hafa tekið svæðið á leigu. Þeir félagar eru líka með Gíslastaði í Hvítá á leigu sem er uppselt á hverju ári. 
„Þetta er fjölbreytt svæði og í gegnum árin hefur Syðri Brú oft gefið bestu veiðina í Soginu en aðeins er veitt á eina stöng þarna og eingöngu á flugu,“ sagði Einar ennfremur.

Flott veiðihús er fyrir Syðri Brú og þar geta gist allt að tólf manns í einu.

Lax að stökkva Mynd/Aðalsteinn

Veiðar · Lesa meira

Anna C

Stofnfundur Kvennaklúbbs SVAK

Stofnfundur kvennaklúbbs Stangveiðifélags Akureyrar (SVAK)

Næstkomandi mánudag verður öllum þeim konum sem hafa áhuga á stangveiði boðið á stofnfund kvennaklúbbs Stangveiðifélags Akureyrar (SVAK). Áherslur klúbbsins verða á fræðslu um sportið, kastæfingar, hnýtingar og að fara í skipulagðar veiðiferðir saman.

Þetta er flott framtak og vonandi munu áhugasamar konur norðan heiða og víða mæta á þenna viðburð

Ekki er kominn staðsetning að viðburðinn en hann verður auglýstur síðar, fer eftir fjölda

Þeim sem hafa áhuga að skrá sig er bent á [email protected]

Ljósmynd/Matti Guss tók hana af Önnu Corfey við Fjarðará

Frétt unnið úr tilkynningu á svak.is

Sumarið byrjar í Elliðaánum

Sumarið byrjar í Elliðaánum

„Ég og sonur minn Hilli erum bara bæði mjög bjartsýn á komandi sumar í veiðinni,“ sagði Sigríður Símonardóttir,  þegar hún var spurð um komandi sumar. Á næstu vikum munum við velja út nokkra veiðimenn víða um land og fá svar við spurningunni: „hvernig verður veiðisumarið?“

,,Við erum búin að sækja um í nokkrum veiðiám eins og Korpu, Leirvogsá og Elliðaánum. En svo verður farið í silung víða um land eins og í Hlíðarvatn í Selvogi og nokkrar ferðir í Hólaá. Við erum sannarlega spennt fyrir sumrinu eins og alltaf.

Sumarið byrjar á Kárastöðum í vor og laxveiðin byrjar í Elliðaánum í sumar.  Svo má bæta því við að líklega verður Varmá eitthvað stunduð og sonurinn er að fara sem leiðsögumaður þar næsta sumar, enda stutt frá, við búum í Hveragerði,“ sagði Sigríður ennfremur.

Ljósmynd/Sigríður Símonardóttir

Veiðar · Lesa meira

„Sleppi ekki kvennaferðinni í Veiðivötn“ segir María Hrönn Magnúsdóttir

„Sleppi ekki kvennaferðinni í Veiðivötn“ segir María Hrönn Magnúsdóttir

Hvernig verður veiðisumarið?

„Mér líst bara nokkuð vel á komandi veiðisumar og er algerlega farin að telja niður. Við hjónin erum búin að sækja um í ánum innan Reykjavíkursvæðisins, þ.e. Ellliðaánum, Korpu og Leirvogsá. Við bíðum enn eftir að sjá hvort við fáum úthlutað. Nú svo eru það að sjálfsögðu kvennaferðirnar sem enn bætir í hjá mér á hverju ári. Nú er stefnan að fara í nýja slíka í Ytri-Rangá í ágúst. Er mjög spennt fyrir því þar sem ég hef aldrei veitt í þeirri á. Ég var smá stund að fá leyfi frá Bóndanum fyrir þeirri ferð en útivistarleyfið fékkst að lokum. Nú ekki sleppir maður kvennaferðinni í Veiðivötn né þá kvennaferðunum í Langá. Það munu síðan detta eitthvað meira inn þegar líða fer að sumri.

Ég hef fulla trú á því að þetta sumar verði bara gott, erum við veiðimenn ekki alltaf bjartsýn á þessum tíma. Alla vega ætti að vera nægur snjór í fjöllunum og á hálendinu til að halda eitthvað í vatnsstöðuna. Nú er bara að bíða eftir að snjóa leysir og drífa sig út með stöngina og æfa sig og þá sérstaklega með tvíhenduna fyrir Ytri-Rangárferðina“.

Ljósmynd/María H. Magnúsdóttir

Veiðar · Lesa meira