Verndum íslenska laxinn – undirskriftasöfnun NASF

Verndum íslenska laxinn – undirskriftasöfnun NASF

NASF hefur hrint af stað undirskriftasöfnun um verndun íslenska laxastofnsins og sent þessa áskorun:

Við hvetjum ykkur til að sýna í verki stuðning við íslenska laxastofninn og þá sem eiga hagsmuna að gæta í baráttunni við þá ógn sem steðjar að vegna fiskeldis í sjó! Sýnum stuðning með því að skrifa undir undirskriftarlistann hjá NASF.
https://nasf.is/syna-studning/
 
Ef ekki er gripið í taumana núna munum við útrýma villta laxinum og ógna líffræðilegum fjölbreytileika á Íslandi. Stöndum saman og krefjumst þess að ráðamenn bindi enda á sjókvíaeldi á Íslandi.

Öll þau umhverfisslys sem spáð var fyrir um í sjókvíaeldi eru nú orðin að veruleika. Frjóir norskir eldislaxar sem sleppa úr sjókvíum við Ísland synda upp í íslenskar ár og blandast villtum stofnum. Lúsafaraldur geysar á Vestfjörðum með tilheyrandi notkun á skordýraeitri. Villtum laxi fækkar og eldislaxi fjölgar. Eftirlit er í lamasessi og umhverfisleg ábyrgð iðnaðarins er engin. Lífsviðurværi 2.250 lögbýla í dreiðum byggðum er í hættu ef villtir laxastofnar skaðast. Ef ekki er gripið í taumana núna munum við útrýma villta laxinum og raska líffræðilegum fjölbreytileika á Íslandi. Stöndum saman og krefjumst þess að ráðamenn bindi enda á sjókvíaeldi á Íslandi.
 
Lifi íslenski laxinn!
SVFR

Verndum íslenska laxinn

Veiðar · Lesa meira

Skutalðir laxar

Laxar skutlaðir í Miðfirði og Refasveit

Margvíslegar björgunaraðgerðir standa nú yfir víða um Vestan og Norðanvert landið og jafnvel víðar þar sem veiðifélög og leigutakar ásamt starfsmönnum á þeirra vegum leita allra leiða til fanga eldislaxa sem gengið hafa í fjölmargar ár.

Annar norsku kafaranna gerir sig líklegan til að skoða næsta hyl í Vesturá í Miðfirði. Ljósmynd/Eggert Skúlason

mbl.is – Veiði · Lesa meira

Kafarar á ferð

Norsku froskmennirnir skutluðu tólf laxa

Þrír norskir froskmenn eru komnir til Vestfjarða og hafa þegar hafið rekköfun í ám sem taldar eru geyma eldislaxa. Fyrsta verkefnið var Ísafjarðará og þar skutu þeir þremenningar tólf laxa með skutulbyssum sínum.

Norsku kafararnir í fullum skrúða í Langadalsá í morgun. Þeir urðu frá að hverfa vegna vatnavaxta og lélegs skyggnis. Ljósmynd/Sigurður Þorvaldsson

mbl.is – Veiði · Lesa meira

Þögn þingmanna er ærandi!

Þögn þingmanna er ærandi!

Guðrún Sigurjónsdóttir skrifar

Þá er að gerast það sem við höfum óttast lengi. Að eldislax streymi upp í laxveiðiárnar með tilheyrandi tjóni fyrir lífríkið og þá atvinnustarfsemi sem stunduð er á árbökkunum. Tilvist villtra laxa er ógnað.

Veiðifélag Norðurár er elsta veiðifélag landsins. Í hartnær 100 ár hafa bændur og landeigendur unnið saman að því að nýta þá auðlind sem áin er. Hér hefur verið hlúð að ánni í áranna rás, rannsóknir á lífríki hennar stundaðar, veiðihús byggð og þjónusta í kringum veiðimennskuna bætt frá ári til árs. Allt til þess að þessi fallega og gjöfula á fengi að blómstra. Og hingað sækja veiðimenn ár eftir ár til að veiða – glíma við Norðurárlaxinn, komast á uppáhalds veiðistaðina sína en líka til að njóta friðsældar og fallegs umhverfis.

Kollsteypa tilverunnar
Í einni svipan er þessari fallegu mynd kollsteypt og margra áratuga uppbyggingarstarfi stefnt í hættu. Ef einhver heldur að það sé eftirsóknarvert að telja sig vera að veiða heilbrigðan og sprækan lax en draga síðan útlitsljótan eldislax að landi þá er það ekki þannig. Upplifun veiðimanna af slíku er mjög neikvæð og líklegt að þeir hugsi sig vel um áður en þeir fjárfesta aftur í veiðileyfi þar sem líkur eru á að veiða slíkan fisk.

Íhugaðar viðvaranir hunsaðar
Og nú er þetta allt að gerast – alveg fyrir framan nefið á okkur og án þess að nokkur sé viðbúinn að takast á við vandamálið. Og það þrátt fyrir margítrekaðar viðvaranir bænda, landeigenda og veiðimanna sem vilja verja villta laxinn. Hvernig eigum við að fara að því að verja árnar okkar fyrir eldislöxum sem nú hópast í árnar til að hrygna?Ég er varla ein um það að finnast leitin að eldislöxum vera eins og að leita að nál í heystakki.

Af hverju?
Hvað veldur því að ráðamönnum þjóðarinnar er bara skítsama um villta laxinn? Það verður að segjast að þögn þingmanna er ærandi. Af hverju skortir bæði kjark og þor þegar kemur að því að verja villta laxinn? Af hverju er látið eins og atvinnugreinin laxveiði skipti bara engu máli? Skiptir það bara engu máli að stangveiðin skapi 1200 störf, velti tugum milljarða og að 2250 lögbýli hafi af henni beinar tekjur? Af hverju þarf að fórna þessari atvinnugrein til þess að byggja upp aðra annars staðar? Hvernig er hægt að segjast vera að taka ægilega mikið á í umhverfismálum og láta svo bara engu skipta að erfðablöndun eldislaxa við villta laxinn kemur líklega til með að valda þeim síðarnefnda mikilli hnignun ef ekki útdauða? Hvenær ætla stjórnvöld að grípa í taumana? Hvað þurfum við að gera til þess að hlustað verði á okkar málstað?

Visir.is: Höfundur er bóndi á Glitstöðum og stjórnarformaður Veiðifélags Norðurár.

Veiðar · Lesa meira

Laxapar

Langadalsá umsetin af eldislaxi – leigutakar kalla eftir ákæru á Arctic Fisk

„Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að þúsundir eldislaxa sluppu nýverið úr netpokum Arctic Fish í Patreksfirði. Þessir laxar synda nú upp ár landsins og hafa á annað hundrað þeirra veiðst á stöng,“ sagði Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson í samtali.

Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson

„Talsmenn sjókvíaeldis fyrirtækjanna og SFS hafa undanfarið reynt að afvegaleiða umræðuna, draga úr hættunni sem þessi slepping skapar og lofað því að hreinsa upp eftir sig skítinn. Þessir sömu aðilar töluðu alltaf um að eldislaxinn myndi ekkert sleppa. Þegar það svo gerðist var sagt að þeir myndu allir halda sig nærri kvíunum, væru að langstærstum hluta ófrjóir og að hættan á erfðablöndun væri lítil sem engin. Nú hefur þetta þó allt verið staðfest og í ljós komið að þessir aðilar hafa rangt fyrir sér um flest allt!  Ég er í dag staddur í Langadalsá í Ísafjarðardjúpi á veiðum og er áin því miður umsetin eldislaxi. Ég tók myndina hér að neðan í gær og staðfestir hún það sem ítrekað hefur verið bent á að myndi gerast; villtur laxahængur hefur parað sig við eldislaxahrygnu. Þetta er ná­kvæm­lega það sem menn hafa ótt­ast, erfðablönd­un,“ segir Elías enn fremur.

Hver leigutakinn á fætur öðrum stígur nú fram og kalla eftir ákæru á forráðamenn  Arctic Fish, löxunum fjölgar í ánum og erfitt verður að afstýra slysinu. Náttúrulegu laxastofnarnir eru í bullandi hættu í fjölda laxveiðiáa. 

Allt að gerast í Langadalsá, laxaparið í Grundarfljóti í Langadalsá Mynd/Elías Pétur

Veiðar · Lesa meira

Stór úr Kálfhylsbroti

Lokuðu Norðuránni með stæl

Lokahollið í Norðurá átti hreint út sagt frábæra daga. Hollið landaði 58 löxum og er þar með besta holl sumarsins í ánni. Stærsti laxinn sem veiddist í Norðurá í sumar mældist 98 sentímetrar og kom einmitt í umræddu lokaholli.

Dagur Fannar Ólafsson landaði stærsta laxinum í Norðurá í sumar, 98 sentímetra hængur á micro kón sem kom á Kálfhylsbroti. Ljósmynd/Norðurá

mbl.is – Veiði · Lesa meira