Varmá hilli

Mikið af fiski í Varmá

„Það er mikið af fiski í Varmá þessa dagana en fiskurinn mætti taka betur,“ sagði Hilmar Þór Sigurjónsson veiðimaður úr Hveragerði sem finnst fátt skemmtilegra en að veiða í Varmá og sjá um leiðsögn fyrir veiðimenn við ána. „Frétti af veiðimanni í fyrradag sem landaði sex góðum sjóbirtingum og fleiri hafa veitt hér vel.  Held að það sé mest af fiski fyrir ofan hesthúsabyggðina,“ sagði Hilmar Þór sem var búinn að vera í nokkra daga við veiðar í sumar og á eftir nokkra veiðidaga til viðbótar.

Ljósmynd/Hilmar Þór Sigurjónsson með með fisk í Varmá

Veiðar · Lesa meira

Heiðarvatn

Veisla í Heiðarvatni og flottir fiskar

„Það var fín veiði í síðasta holli í Heiðarvatni og þeir fengu 25 sjóbirtinga frá 45 til 86 sentimetra, flott veiði,“ sagði Ásgeir Arnar Ásmundsson þegar við spurðum um Heiðarvatn í Mýrdal, sem hefur verið að gefa flotta veiði og væna fiska.

„Já sjóbirtingur að gefa sig, síðan hafa verið að veiðast urriðar og nokkar bleikjur. Við veiðum í vatninu eitthvað út október,“ sagði Ásgeir ennfremur.

Ásgeir er með Skógá á sinni könnu og þar hafa veiðst á annað hundrað laxar. Ennþá er hægt að renna fyrir fisk í ánni en hún er líka opin út október.

Veiðar · Lesa meira

Geirlandið

Erfitt veðurfar en flottir fiskar

Marvin Þrastarson

„Við Marvinhot vorum í Grenlæk fyrir fáum dögum með góðum hópi, það var frekar erfitt, grenjandi rigning mest allan tímann og fiskarnir tregir að taka,“ sagði Gunnar Skaftason í samtali og bætti við Veiðar, en svo kom móment þar á einni vakt þar sem við lönduðum 8 fiskum og misstum nokkra. Ég held að hollið hafi endað með einhverja 16-17 fiska, nokkrir milli 80 og 90 cm. Við vorum aðalega að veiða á Pt, copper john, squirmy, mini moppuna hans Sigþórs og fleiri,“ sagði Gunnar ennfremur.

Ljósmynd/Gunnar Skaptason með einn flottan

Veiðar · Lesa meira

Stórlax í fyrsta sinn á Gíslastöðum í Hvítá – 20 punda lax á land í gær

Stórlax í fyrsta sinn á Gíslastöðum í Hvítá – 20 punda lax á land í gær

Pétur Pétursson með boltalax

„Já þetta var meiriháttar í dag að veiða þennan 20 punda lax á svartan toby og það tók 20 mínútur að landa honum,“ sagði Pétur Pétursson eftir að hann veiddi sinn langstærsta fiski á ævinni.  Þetta er líka stærsti laxinn á land á Gíslastöðum í sumar, en svæðið hefur gefið 38 laxa og töluvert af sjóbirtingi.

„Stærsti fiskurinn sem ég hafði veitt áður var 14 punda urriði í Þingvallavatni en þetta var frábært.  Alltaf langað að veiða þarna á Gíslastöðum og svæðið tók vel á móti mér, enda skemmtilegt. Við sáum svolítið af fiski á ferðinni í dag og sonurinn veiddi flottan sjóbirting, 4 punda. Þetta var frábær dagur,“ sagði Pétur í lokin.

Veiðar · Lesa meira

Hallá birtingur

Hallá skemmtilega vatnsmikil

„Þetta var gaman að fá þennan flotta sjóbiting svona strax en við vorum rétt að byrja,“ sagði Valdimar Birgisson sem er við veiðar í Hallá en með honum á stöng er Pétur Pétursson. „Fiskurinn tók svarta frances og við sleppum honum aftur,“ sagði Valdimar sem var að veiða í Hallá í fyrsta sinn eins og Pétur veiðifélagi hans.

Það hefur mikið rignt síðustu daga og Hallá er vatnsmikil eins og árnar í næsta nágrenni, Laxá í Refasveit og Blanda. Rigningin spilar mikið inn í þessa dagana, Norðurá og Hrútafjarðará eru litlar svo eitthvað dæmi er tekið, bara rigningasumar og ekkert annað.

Hallá hefur gefið á milli 30 og 40 laxa og töluvert af silungi mest urriða og allavega eina bleikju. Næstu dagar geta boðið uppá fjör við Hallá, áin vatnsmikil og fiskur víða í henni, vatnsbúskapurinn er skemmtilegur.

„Þetta er fjölbreytt laxveiðiá og verður gaman að glíma við laxana í henni,“ sagði Pétur Pétursson og setti á flugu sem hann hafi hnýtt fyrir skömmu.  Myndi hún gefa lax?

Mynd. Valdimar Birgisson glímir við sjóbiting í Hallá í dag á svarta frances, var sleppt. Mynd María

Veiðar · Lesa meira

Straumar

Flott veiði í Straumunum

„Veiðin gekk vel hjá okkur í Straumunum í Borgarfirði og við lönduðum sjö vænum sjóbirtingum og þremur fallegum smálöxum,“ sagði Aðalgeir Hólmsteinsson, sem var að koma úr skemmtilegri ferð í Straumunum.

„Það var mikið af fiski þarna í vatnaskilunum og það kom okkur skemmtilega á óvart hvað birtingurinn var að jafnaði vænn, eða þrjú til fimm pund og sprækir og vel haldnir fiskar.

Smálax og vænir sjóbirtingar

Straumarnir hafa gefið vel á annað hundrað laxa það sem af er sumri og annað eins af birtingi. Já þetta var verulega góður veiðitúr,“ sagði Aðalgeir í lokin.

Mynd. Stöngin kengbogin í Straumunum um helgina.
Myndir – Aðalgeir

Veiðar · Lesa meira