Anna C

Stofnfundur Kvennaklúbbs SVAK

Stofnfundur kvennaklúbbs Stangveiðifélags Akureyrar (SVAK)

Næstkomandi mánudag verður öllum þeim konum sem hafa áhuga á stangveiði boðið á stofnfund kvennaklúbbs Stangveiðifélags Akureyrar (SVAK). Áherslur klúbbsins verða á fræðslu um sportið, kastæfingar, hnýtingar og að fara í skipulagðar veiðiferðir saman.

Þetta er flott framtak og vonandi munu áhugasamar konur norðan heiða og víða mæta á þenna viðburð

Ekki er kominn staðsetning að viðburðinn en hann verður auglýstur síðar, fer eftir fjölda

Þeim sem hafa áhuga að skrá sig er bent á [email protected]

Ljósmynd/Matti Guss tók hana af Önnu Corfey við Fjarðará

Frétt unnið úr tilkynningu á svak.is

Helga G Lax

Loksins opið hús fyrir veiðimenn

Silungurinn verður í aðalhlutverki á fyrsta fræðslukvöldi ársins sem fer fram á sportbarnum Ölver í Glæsibæ fimmtudaginn 26. janúar, húsið opnar klukkan 19.00 og eru allir velkomnir. Veiðikonan Helga Gísladóttir og Ólafur Tómas Guðbjartsson „Dagbók urriða“ verða sérstakir gestir og að vanda verður stórglæsilegt happdrætti.

Sumir veiðimenn voru farnir að sakna opna hússins og smá fróðleiks.  Í Ölveri drekkti þjóðinn sorgum sínum yfir handboltanum fyrir fáeinum dögum og veiðimenn geta núna drekkt sorgum sínum yfir dýrari veiðileyfum sem hefur verið einkenni umræðunnar síðustu vikur í veiðiheimum.

En það styttist í næsta veiðisumar, ekki nema 66 dagar og eftir því eru allir að bíða.

Helga Gísladóttir með lax úr Andakílsá í Borgarfirði

Veiðar · Lesa meira

Nýtt Sportveiðiblað á næstu dögum

Nýtt Sportveiðiblað á næstu dögum

Jólablað Sportveiðiblaðsins er farið í prentun. Í þessu tölublaði er farið um víðan völl eins og vanalega.

Í þessu tölublaði er viðtal við stjörnubakarann Jóa Fel, við eigum forsíðuviðtal við Brynjar Þór Hreggviðsson en hann veiðir mikið bæði með byssu og á stöng. Einnig er flott viðtal við Önnu Leu Friðriksdóttur varðandi Grænlandsferð veiðifélagsins Barmanna og Árni Baldursson segir okkur frá veiðum í Kanada. Í blaðinu er ný og glæsilegt veiðistaðalýsing á efra svæði Stóru-Laxár auk þess sem fjölmargir veiðimenn og -konur birta pistla og veiðisögur í blaðinu.

Það ætti því enginn að fara í jólaköttinn þó svo bókaútgáfa sé af skornum skammti um þessi jól!

Við vonum að prentun gangi hratt fyrir sig þó svo mikil annatími sé í prentsmiðjum landsins á þessum tíma árs þannig að áskrifendur fái blaðið sem fyrst.

Veiðar · Lesa meira