Jón með einn

Tungulækurinn er geggjaður

Nokkrir heiðursfélagar úr Dellunni (veiðiklúbburinn Dellan) kíktu í Tungulækinn í vikunni og þar var fjör á árbakkanum svo sannarlega, Tungulækurinn hefur verið að gefa fína veiði. Við heyrðum aðeins í Bigga Nielsen. „Já ég skrapp beint úr vinnu í Herjólf ekki með neinn gír með mér, Tóti kokkur beið eftir mér og við kíktum á félagana í Tungulæk. Það var hörkuveiði og fullt af fiski og þetta var meiriháttar í góðum félagsskap. Gaman að opna veiðisumarið bara á gallabuxum,“ sagði Biggi nýkominn til Vestmannaeyja.

Myndir: Jón Þór Júlíusson með flottan fisk

Veiðar · Lesa meira

Fyrsti veiðitúrinn núna á þessu tímabili

Fyrsti veiðitúrinn núna á þessu tímabili

Það hafa margir vænir  sjóbirtingar veiðst nú í vor og þeir eru að veiðast ennþá. þá sérstaklega fyrir austan. Sigurður Sveinsson var við veiðar í vikunni og hann fékk flottan sjóbirting. „Þessi var 92 sentimetra fiskur og 18 pund úr Eldvatni núna í vikunni, þetta var gaman,“ sagði Sigurður Sveinsson, sem var að koma af veiðislóðum fyrir austan með verulega vænan fisk í farteskinu úr Eldvatni. „Hollið fékk 24 fiska sem er allt í lagi og þetta var fyrsti veiðitúrinn á þessu tímabili. „Þeir verða fleiri,“ sagði Sigurður ennfremur.

Mynd. Sigurður Sveinsson með fiskinn stóra í Eldvatni, 92 sentimetrar.

Veiðar · Lesa meira

Tungufljótvo

Við erum búnir að veiða tíu

Sjóbirtingsveiðin gengur ágætlega þessa dagana þó auðvitað hafi aðeins dregið úr veiðinni, veiðimenn eru að fá einn og einn. Við heyrum aðeins í veiðimanni á veiðislóð fyrir austan, „já við erum að veiða í Tungufljóti núna og við erum búnir að veiða tíu fiska,“ sagði Björn Hlynur Pétursson þegar við náðum honum með stöng  í hendi. Björn segist hafa veitt nánast upp á dag síðan veiðitíminn hófst og sumarið því rétt að byrja.
„Veiðin hefur gengið fínt og það er eitthvað af fiski hérna, sól og rok til skiptis, sem er í fínu lagi,“ sagði Björn og hélt áfram að munda flugustönginni útí Tungufljótið. 

Mynd. Björn Hlynur Pétursson með flottan sjóbirting.

Veiðar · Lesa meira

Brandur Kjós

Flottir fiskar í Kjósinni

Vorveiðin í Laxá í Kjós hefur gengið vel og veiðimenn fengið flotta fiska víða um ána. Líklega hafa veiðst kringum 150 fiskar jafnvel meira. Brandur Brandsson var við veiðar í ánni um helgina og við heyrðum aðeins í honum eftir veiðitúrinn. „Ég hélt að ég væri að núlla þegar veiðifélaginn var kominn með þrjá og ég endaði að setja í þrjá í restina, tvo 70 sm og einn 64 sm,“ sagði Brandur um veiðina og bætti við, „það var víða líf, Káranesfljótið var gjöfult en veiðifélaginn setti í fisk ofar en mest lítið var í Káranesfljótinu. Svakalega sterkir fiskar og skemmtilegur túr,“ sagði Brandur ennfremur.

Mynd. Brandur Brandsson með flottan sjóbirting úr Laxá í Kjós.

Veiðar · Lesa meira