Tröllfiskar úr Eyjafjarará – veisla á árbakkanum

Tröllfiskar úr Eyjafjarará – veisla á árbakkanum

Það eru rosalegir birtingar á sveimi um neôri svæði Eyjafjarðarár, þessi dægrin. Ingvar Hauksson og félagar duttu heldur betur í lukkupottinn um daginn en þeir lönduðu ma. fiskum frá 65 cm upp í 90 cm tröllum, sem fékkst á svaði III. Birtingarnir voru að taka bæði púpur og straumflugur af ýmsu tagi.
Það er gaman að segja frá pví að Ingvar, sem er búsettur erlendis, heimsækir Ísland árlega til þess að veiða sjóbirting i Eyjafjarðará og fleiri ám ásamt hópi veiðimanna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart lengur að menn leggi á sig millilandaferðir til að veiða í þessari mögnuðu á sem liðast niður allan
Eyjafjörðinn enda sjóbirtingsveiðin í henni á pari við það besta sem í boði er hérlendis fyrir aðeins brot af þeim kostnaði sem þekkist annars staðar á landinu.

Veiðar · Lesa meira

Þetta var bara geggjað

Þetta var bara geggjað

„Við vorum að koma úr Þverá í Fljótshlíð og það var bara geggjað, flott veiðiá,“ sagði Jógvan Hansen í samtali nýkominn af veiðislóðum og bætti við; „það fengu allir fiska sem er gott. Það veiddust 7 laxar, urriðar og sjóbirtingar og það var verið að taka fiskana á tveimur stöðum, númer 50 og 48. Aldrei veitt þarna áður og þetta var skemmtilegt, ótrúlega fallegt þarna í kringum ána, sá jökul, beljur, golfvöll og ána allt í sömu myndinni. Hylur 48 var bestur við neðri brú, töluvert af fiski þar,“ sagði Jógvan og segist ætla að renna aftur fyrir fisk þarna.

Ljósmynd: Jógvan Hansen með flottan lax úr Þverá í Fljótshlíð

Veiðar · Lesa meira

Sportveiði

Haustblað Sportveiðiblaðsins er komið út!

Nýtt tölublað Sportveiðiblaðsins var að koma út og ætti að vera á leið til áskrifenda sem og á alla helstu sölustaði.

Í blaðinu má finna flott viðtal við Guðrúnu Hildi Jóhannsdóttur laxveiðikonu og Matthías Þór Hákonarson leigutaka Mýrarkvíslar. Gunnar Helgason leikari með flott efni og veiðistaðalýsingar fá sinn sess en veiðistaðir í Andakílsá eru teknir fyrir í þessu tölublaði.

Hvað er betra en að grípa Sportveiðiblaðið og lesa meðan beðið er eftir rigningunni!

Takk fyrir sumarið og megi haustið koma fagnandi!

Veiðar · Lesa meira

Fjöldasamkoma á Seleyrinni í gær

Fjöldasamkoma á Seleyrinni í gær

„Það var fín veiði um daginn og ég fékk ellefu sjóbirtinga einn daginn, tveggja til þriggja punda, flotta fiska,“ sagði veiðimaður sem renndi á Seleyri við Borgarfjörð í gærkvöldi og bætti við um leið og hann kastaði tóbíspún sínum úti í strauminn. „Um daginn var flott veiði hérna en svo kom helvítist ótíð og fiskurinn hvarf, hann hlýtur að koma aftur,“ sagði veiðimaðurinn og dró inn færið. 

Einn og einn var þarna að veiða en fyrir neðan  Hótelið undir Hafnarfjalli var eins og útisamkoma, veiðimaður við veiðimann, ekki færri en tuttugu að veiða þar. Eitthvað var að veiðast en ekki mikið. En áhuginn var greinilega fyrir hendi og hann vantaði ekki í þennan stóra hóp veiðimanna.

Seleyrin getur svo sannarlega gefið við góð skilyrði, mest sjóbirting og bleikju. Auðvitað veiðist einn og einn af þúsundum fiska sem fara um á hverju sumri.

Áhugasamir veiðimenn við Seleyri við Borgarfjörð. Mynd: /María Gunnarsdóttir

Veiðar · Lesa meira

rafræn skráning

Rafræn skráning á veiði

Á komandi veiðisumri er gert ráð fyrir því að öll stang- og netaveiði á laxi og silungi hér á landi verði skráð rafrænt. Hafrannsóknastofnun hefur í samstarfi við Fiskistofu opnað aðgang fyrir rafræna skráningu á veiði og er hægt að nálgast…

Rafræn aflaskraning hefur verið tekin upp fyrir veiðisumarið 2023. mbl.is/Ómar Óskarsson

mbl.is – Veiði · Lesa meira

Veiðin að komast af stað í Grenlæk

Veiðin að komast af stað í Grenlæk

„Sumarið byrjar vel hjá mér en við vorum í Flóðinu í Grenlæk og eftir að hafa kastað flugunni í tíu mínútur á fyrsta veiðidegi sumarsins, tók þessi höfðingi fluguna, 85 sentimetra hængur, sem var á leiðinni til sjávar og var auðvitað sleppt,“ sagði Snorri G. Tómasson, sem var að koma úr fyrsta veiðitúr sumarsins í Flóið í Grenlæk. En veiðin hófst þann 7.maí. 

„Fyrsta hollið sem byrjaði veiddi 14 fiska, svo veiddust 30 fiskar hjá næsta holli og við fengum 3 fiska. Það var erfitt um vik mest allan tímann en við sáum fullt af fiski en þeir tóku mjög grannt,“ sagði Snorri ennfremur.

Síðustu dagar hafa verið kaldranalegir, ausandi rigning og vatnsmagnið hefur aukist verulega í ánum.

Snorri G. Tómasson með 85 sentimetra sjóbirtinginn sem hann sleppti aftur. 

Veiðar · Lesa meira