Eyjafjarðará að breytast í sjóbirtingsá

„Það hafa verið plúsar og mínusar. Það verður að viðurkennast að bleikjuveiðin hefur ekki verið neitt sérstök í sumar en á móti er aukningin í sjóbirtingi mjög mikil,“ upplýsti Jón Gunnar Benjamínsson í samtali við Sporðaköst.

Ingvar Hauksson veiddi þennan á ómerktum veiðistað í Eyjafjarðará þann 8. ágúst. Magnað ævintýri þegar þessi fullkomni fiskur tók þurrflugu númer 14. Ljósmynd/Ingvar Hauksson

mbl.is – Veiði · Lesa meira