250 laxar komnir á land í Andakílsá

Mörður Áslaugarsson með maríulaxinn sinn úr Andakílsá

,,Þetta var fínn túr í Andakílsá en ég landaði sjö löxum og missti  laxa til viðbótar, það var mikið líf“ sagði Atli Bergmann sem var að koma úr Andakílsá í Borgarfirði fyrir fáum dögum en áin hefur gefið 250 laxa en í fyrra gaf áin allt sumarið 666 laxa.

,,Já, áin virkaði full af fiski á öllum stöðum, fór með félaga mínum Merði sem tók maríulaxinn, mjög ánægjulegt“ sagði Atli um veiðiferðina í Andakílsá.

Á sama tíma var veiðiklóinn klóka, Hafsteinn Már Sigurðsson að klífa steina og árbakka við Þverá Í Dölum  með eiginkonu sinni og þau settu í fiska  en þeir fóru af eftir stutta baráttu. En veiíðitúrinn var  mjög góður og labbitúrinn líka , en  eitthvað af fiski í  henni.

Ljósmynd/Mörður Áslaugarsson, tekin af Atla Bergmann

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira

Andakilsá