31. árið hjá Óðflugum í Straumunum – gekk frábærlega

„Við vorum að koma úr Straumunum og þetta er 31 árið hjá okkur þarna við veiðar,“ sagði Vigdís Ólafsdóttir um þeirra árlega veiðitúr í Straumana og bætti við; „þegar við mættum voru komnir 10 laxar á tæpum mánuði og við bættum heldur betur í fengum 20 laxa og 8 sjóbirtinga.  Frétti síðan af öðru skemmtilegu kvennholli sem tók við af okkur sem náði 12 löxum. Veiðifélagið Kastró, helvíti hressar veiðikonur. Þetta minnti á gamla daga, mikið af fiski og góð taka en við þekkjum nú svæðið orðið nokkuð vel. Óðflugurnar og við höfum trú á góðu veiðisumri þetta árið.  Mamma fór á kostum á níræðisaldri og fór létt með að landa laxi enda nokkuð vön veiðikona.  Já þetta er alltaf skemmtilegar veiðiferðir,” sagði Vigdís ennfremur.

Veiðar · Lesa meira

Hvítá – Straumar