Áin er gjörsamlega stöppuð af laxi

,,Við enduðum í sjö löxum og svipað slapp hjá okkur“ sagði Gunnar Örn Pétursson sem var að koma úr Andakílsá í Borgarfirði sem er komin í 345 laxa sem verður að teljast ágætt, en í fyrra gaf áin reyndar á eina stöng 666 laxa. En það er líka töluvert eftir af veiðitímanum ennþá.

,,Það var mikil hreyfing á vatnsmagni þessa daga sem við vorum að veiða, frá 3 til 4 rúmmetrum  á upp í 17 rúmmetra sama daginn og það truflaði aðeins. En áin er gjörsamlega stöppuð af fiski. Áin hefur gefið núna 345 laxa“ sagði Gunnar og bætti við ,,svo er það Laxá í Aðaldal næst eða í fyrramálið hjá mér“ sagði Gunnar í lokin.

Ljósmynd/Gunnar Örn Pétursson

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira

Andakilsá