Bubbi með flottan lax úr Hofsá

Veiðin í Selá og Hofsá í Vopnafirði hefur farið ágætlega af stað og í fleiri laxveiðiám fyrir austan. Bubbi Morthens hefur verið við veiðar í Hofsá í Vopnafirði síðustu daga,   en þar hefur hann veitt áður.  En mest veiðir Bubbi í Laxá í Aðaldal og er þar nokkra daga á hverju sumri við veiðar.

„Já ég fékk 80 sentimetra lax í gær á Dimmblá fluguna númer 8,” sagði Bubbi Morthens á bökkum Hofsár þar sem kastaði fyrir laxana í gríð og erg.

Nýjar veiðitölur eru væntanlegar í kvöld og nótt og verður að spennandi að sjá hve mikið kom úr veiðinni. Smálaxinn er að mæta í ríkari mæli eftir að tveggja ára laxinn hiikastaði aðeins.

Mynd. Bubbi Morthens  með laxinn í Hofsá í Vopnafirði í gær.

Veiðar · Lesa meira

Hofsá í Vopnafirði