Fjórir laxar komnir á land í Blöndu

„Maður er búin að veiða fyrsta laxinn í sumar en það hafa veiðst fjórir laxar í Blöndu,“ sagði Þórir Traustason við veiðar í Blöndu þessa dagana. En fjórir laxar hafa veiðst síðan áin opnaði sem er töluvert betri veiði en í fyrra.

„Opnunarhollið í Norðurá endaði í 35 löxum og margir fiskarnir flottir,“ sagði veiðimaður í opunarhollinu í Norðurá í Borgarfirði, sem byrjar vel þetta árið og það virðist vera töluvert gengið af fiski í ána.

Þverá í Borgarfirði er að opna  í dag og verður spennandi að sjá hvernig veiðiskapurinn byrjar. 

Þórir Traustason með flottan lax í Blöndu í gær

Veiðar · Lesa meira

Blanda I – II & III