Blanda I – II & III

Norðvesturland
Eigandi myndar: veida.is
Calendar

Veiðitímabil

05 júní – 05 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

8 stangir
Stop

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar

Tegundir

Lax

Veiðin

Blanda er ein albesta laxveiðiá landsins með sterkan stórlaxastofn. Alltaf hefur mikill lax verið í henni en áður en hún var virkjuð var hún mjög gruggug svo að laxinn sá sjaldnast beituna og var húkk helsta veiðiaðferðin, en það er úr sögunni eftir að jökulaurinn hvarf. Veiðin hefst á svæði I í Blöndu í byrjun júní og er erfitt að finna laxveiðiá sem að jafnaði skilar jafn góðri veiði í júní og í byrjun júlí. Dammurinn og Breiðan eru veiðistaðir sem gefa yfirleitt góða veiði allt veiðitímabilið. Áin er um 125 km að lengd, sem gerir hana að áttundu lengstu á landsins, og er vatnasviðið um 2300 ferkílómetrar. Meðalveiði síðustu 10 ára er um 2030 laxar.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðimenn gista í hinu glæsilega veiðihúsi Hólahvarfi. Í húsinu er að finna tveggja manna herbergi öll með sérbaði. Setustofan er rúmgóð og þægileg með fallegt útsýni yfir ána. Á veröndinni eru heitir pottar og hægt er skella sér í saunu kjósi menn það frekar. Veiðihúsið fékk nýlega andlitslyftingu svo það uppfyllti kröfur núverandi leigutaka.

Gisti og fæðisskylda er í júní og júlí og fram til 2. ágúst. Frá og með öðrum ágúst er gisting ekki í boði með veiðileyfum í Blöndu I en fjölmargir gistimöguleikar til staðar á Blönduósi og nágrenni.

Veiðireglur

Leyfilegt að taka einn hæng undir 68 cm á vakt. Eftir það má að sjálfsögðu veiða og sleppa. Í Blöndu I í júní eru 4 stangir, tvær á hvorum bakka. Annars eru notaðar 6-8 stangir. Frá opnun 5. júní og fram til 24. júní og aftur frá 2. ágúst og út tímabilið er selt sér inná Blöndu I. Frá 24. júní og til 2. ágúst er Blanda I, II og III seld saman í pakka og rótera veiðimenn milli svæða eftir fyrirfram gefnu kerfi. Stakar stangir eru seldar í 2-4 daga í senn í júní og júlí.

Blanda er mjög vatnsmikil og straumhörð á, því hvetjum við veiðimenn til að fara mjög varlega og nota vaðstaf og björgunarvesti við veiðar.

Hérna er hægt að fylgjast með vatnshæð Blöndulóns

Kort og leiðarlýsingar

Svæði I er neðan Ennisflúða. Svæði II er frá Breiðavaðslæk að heimreið að Æsustöðum. Svæði III nær frá Æsustöðum að útfalli Blönduvirkjunar

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Blönduós: 20 km /  Akureyri: 124 km / Reykjavík: 264

Nærliggjandi flugvellir

Akureyrarflugvöllur: 127 km  /  Reykjavíkurflugvöllur: 264 km

Veiðileyfi og upplýsingar

www.starir.is  & veida.is

Starir ehf  s: 546-1373 & 790-2050, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Blanda I – II & III

Hundraðkallinn sleit eftir 90 mínútur

Smálaxinn er að mæta af krafti í Blöndu. Þetta staðfesti veiðimaður í samtali við Sporðaköst nú síðdegis. „Já. Þarna koma þrír í viðbót inn. Þetta eru svona fimmtán fiskar bara

Lesa meira »

Loksins, loksins lax úr Blöndu

Fyrsta laxinum úr Blöndu var landað í morgun. Mönnum var verulega létt og ekki spillti fyrir að laxar sáust á nokkrum stöðum. Í Holunni, Dammnum og rétt í þessu þrír

Lesa meira »
Shopping Basket