Blanda er ein albesta laxveiðiá landsins með sterkan stórlaxastofn. Alltaf hefur mikill lax verið í henni en áður en hún var virkjuð var hún mjög gruggug svo að laxinn sá sjaldnast beituna og var húkk helsta veiðiaðferðin, en það er úr sögunni eftir að jökulaurinn hvarf. Veiðin hefst á svæði I í Blöndu í byrjun júní og er erfitt að finna laxveiðiá sem að jafnaði skilar jafn góðri veiði í júní og í byrjun júlí. Dammurinn og Breiðan eru veiðistaðir sem gefa yfirleitt góða veiði allt veiðitímabilið. Áin er um 125 km að lengd, sem gerir hana að áttundu lengstu á landsins, og er vatnasviðið um 2300 ferkílómetrar. Meðalveiði síðustu 10 ára er um 2030 laxar.
„Fengum smá sjokk – hann var svo stór“
Þegar veiðimenn í Blöndu vöknuðu á mánudagsmorgun og litu út um gluggann fór hrollur um marga. Hún Ragna Sara Jónsdóttir var í þeim hópi. Hryllti sig yfir veðrinu en lét