Árleg veiðiferð hins íslenska veiðifélags Vöðlurnar, var í Grímsá í ár. Borgarfjörðurinn og Flókadalurinn skartaði sínu fegursta með dásemdar veðri og stórkostlegri birtu og logni.
Eitt af því sem ekki má vanta í veiði að mínu mati er gott kaffi á bakkanum, spjall um flugur, tökur og pólitík. Hópurinn veiddi nokkuð vel miðað við erfiðar aðstæður í sól og hita en mikið var af sjóbirting í ánni ásamt stórfínum laxi. Á land komu 13 laxar og 16 sjóbirtingar. Grímsá er að detta í 400 laxa.
Ljósmynd/Vöðlurnar
Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira