Fyrsti laxinn kominn á land í Laxá í Aðaldal

Hver laxveiðiáin  af annarri opnar þessa dagana, Ytri Rangá í morgun og þar veiddust fimm laxa, stærsti laxinn á land um 97 sentimetra fiskur. Elliðaárnar eru að komast á fleygiferð og þar er töluvert af laxi genginn.

„Já þetta er allt að byrja hjá okkur og fyrsti laxinn er kominn á land,“ sagði  Jón Helgi Björnsson er við spurðum um Laxá í Aðaldal en veiðin hófst þar eftir hádegi í dag formlega og fyrsti laxinn er kominn á land. „Það var Arnar Gauti Guðmundsson sem veiddi fyrsta fiskinn sem var 86 sentímetrar og veiddist í Mjósundi á Sunrey,“ sagði Jón Helgi að lokum.

Eins og breyttist í fyrra er Laxá í Aðaldal orðinn eitt veiðisvæði og verður spennandi að sjá hvernig veiðin verður í sumar.

Mynd. Arnar Gauti Guðmundsson með fyrsta laxinn í Laxá í Aðaldal. 

Veiðar · Lesa meira

Laxá í Aðaldal