Fyrstu laxarnir á land í Láxá í Ásum

„Opnunarhollið var með fimm laxa og nokkrir sluppu af og takan var dræm,“ sagði Sturla Birgisson þegar við spurðum um Laxá á Ásum, sem var að opna. „Það var mjög heitt og hitinn 20 gráður við opnun árinnar. Svo fór hitinn í þrjár gráður og vatnshitinn var aðeins meiri. Næsta holl á eftir náði tveimur löxum og missti nokkra. Nú er að hlýna svo næstu dagar verða spennandi,“ sagði Sturla enn fremur.

Bolti úr Blöndu
Gísli Vilhjálmsson tannlæknir veiddi risafisk í Blöndu og mældist 110 sentimetrar, viðureignin stóð í yfir 45 mínútur en fiskinn veiddist á Breiðinni norður og undir var svartur Frances hálf tomma. 

Freyja Kjartansdóttir með lax úr veiðistaðnum Tuma við opnun Laxár á Ásum /Mynd: Sturla

Veiðar · Lesa meira

Laxá á Ásum