Laxá á Ásum

Norðvesturland
Eigandi myndar: Jón Þorsteinn
Calendar

Veiðitímabil

20 júní – 18 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar

Tegundir

Lax

Veiðin

Laxá á Ásum er án efa ein albesta laxveiðiá landsins. Síðustu áratugina hefur einungis verið veitt á tvær stangir í Laxá en þrátt fyrir það er meðalveiði árinnar um 1.000 laxar á sumri eða um 500 laxar á stöng. Veturinn 2016 var Laxárvatnsvirkjun lögð af en við það lengdist veiðisvæði árinnar um 7 km og er í heild 15 km. Var áin því færð í upprunalegt horf, eins og hún var áður en virkjunin var byggð á fjórða áratug síðustu aldar. Við þessa breytingu fjölgaði stöngum í ánni í fjórar. Veitt er í tvo – þrjá daga í senn.

Laxá á Ásum er mjög fjölbreytt laxveiðiá, með allar útfærslur af veiðistöðum; strengi, lygnur, fossa og flúðir. Hluti af vatnsvæði árinnar er Fremi Laxá og ósasvæði Laxár. Fremri Laxá er seld sér allt tímabilið en ósasvæðið tilheyrir aðalsvæðinu frá opnun og fram til 8. júlí, en eftir það er það svæði selt sér.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Nýtt veiðihús, Ásgarður, var fullbyggt 2017. Í húsinu eru sex tveggja manna svefnherbergi með baði og þar er boðið upp á fyrsta flokks aðbúnað og þjónustu. Verð á mann á sólarhring er kr. 25-30.000 eftir því hvenær tímabilsins.

Veiðireglur

Hirða má daglega 1 lax undir 70 cm á stöng

Kort og leiðarlýsingar

Laxá í Ásum er 15 km löng, frá Laxárvatni að ós í Húnavatni

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Blönduós: 3 km / Akureyri: 147 km / Reykjavík: 245 km

Nærliggjandi flugvellir

Akureyrarflugvöllur: 150 km / Reykjavíkurflugvöllur: 245 km

Veiðileyfi og upplýsingar

www.asum.is

LAXÁS ehf, Sturla Birgisson s: 694-6311, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Laxá á Ásum

Shopping Basket