Góður gangur í Andakílsá

Margir biðu spenntir eftir því hverning veiðin yrði í Andakílsá í Borgarfirði þetta sumarið en tvö síðustu ár hafa verið flott og í fyrra veiddust 518 laxar sem er flott veiði. Hilmar Hansson er við veiðar í ánni og við heyrðum aðeins í honum.

„Við erum búin að veiða núna í einn og hálfan dag og erum komin með 17 laxa, það gengur bara vel,“ sagði Hilmar ennfremur og bætti við; „áin er komin í kringum 170 laxa“ sagði Hilmar í lokin.

Mynd. Hilmar Hansson í miklu fjöri á bökkum Andakílsár.

Veiðar · Lesa meira

Andakilsá