Góður gangur í Selá og Hofsá – báðar komnar yfir 1100 laxa

Veiðin í Hosá og Selá í Vopnafirði hefur verið góð það sem af er sumri og árnar komnar báðar yfir 1100 laxa. Guðmundur Jörundsson er við veiðar í Hofsá og við heyrðum aðeins í honum í gær, en þessa dagana er bara sumarblíða í Vopnafirðinum eins og víða um land.

Stöngin Kengbogin

„Hollið er komið með 14 laxa og við félagarnir með 6 laxa á stöngina, þetta gengur bara vel núna,“ sagði Guðmundur og bætti við; „við erum búnir að hafa þrjár vakir en margir laxar hafa sloppið, fiskurinn tekur grannt,“ sagði Guðmundur ennfremur.

Kíkjum aðeins á stöðuna fyrir austan; Jökla er komin með 780 laxa og bætt sig verulega á milli ára, Svalbarðsá komin í 348  laxa og góð bæting þar, Hafralónsá er að koma vel undan sumri með 346 laxa og Miðfjarðará í Bakkafirði að bæta sig líka.

Guðmundur nýbúinn að landa laxi

Veiðar · Lesa meira

Hofsá í Vopnafirði