Laxinn að hellast inn í Ytri Rangá

,, Veiðiklærnar heita Hildur Lóa Bjarkadóttir, Þórey Erla Bjarkadóttir og Bragi Valur Magnússon“ sagði Bjarki Már Jóhannsson er við heyrðum í honum og með honum voru þrír ungir veiðimenn sem allir fengu maríulaxinn sinn í veiðiferðinni, vel af sér vikið.

,, Við skutumst út á Rangárflúð, í Ytri Rangá í um tvo tíma í morgun og það gekk  vel. Gríðarlega mikið af laxi að ganga og við náðum þessum þremur maríulöxum og misstum nokkra til viðbótar.  Allir laxarnir voru lúsugir og verður greinilega fjör á næstunni á bökkum Ytri“ sagði  Bjarki Már enn fremur.

Ytri Rangá er kominn yfir 400 laxa og Eystri Rangá yfir 600 laxa. Þjórsá er á veiðitoppnum þessa dagana með 750 laxa.

Ljósmynd/Bjarki M. Jóhannsson

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira

Ytri – Rangá