Mýrarkvísl komin yfir hundrað laxa

,,Þetta var hjóna og para holl sem var við veiðar í Mýrarkvísl fyrir nokkrum dögum og það veiddust laxar á hverri vakt“ sagði Birna Dögg Jónsdóttir sem var að koma úr ánni, en þau hafa veitt saman í ánni í tíu ár.

En Birna Dögg veiddi maríulaxinn sinn 2011 og síðan hafa komið margir á land.

,,Mýrarkvísl er skemmtileg en viðkvæm og það gerir hana krefjandi. Þarna er hægt að elda sjálf en hollið veiddi 11 laxa sem bara gott í þessum hlýindum“ sagði Birna Dögg enn fremur.

Ljósmynd/fluguveidi.is
Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira

Mýrarkvísl