Mýrarkvísl

Fengum góðar fréttir frá fluguveidi.is! “Þá er laxveiðin farin af stað í Mýrarkvísl. Hópur sem byrjaði á hádegi í gær er búin að setja í 3 laxa og landa tveimur þar af einum 93cm. Veiðistaðir 49. Straumbrot og 27. Voðhylur hafa gefið laxa og veiðimenn misstu lax í veiðistað 26. Nafarhyl í morgun” Daniel Montecinos leiðsögumaður er með hópnum og greindi hann svo frá að fleiri laxar hefðu sést í gilinu.

Ljósmynd/Daníel Montecinos

Mýrarkvísl