Nær Andakílsá í Borgarfirði sér aldrei að fullu?

Í skýrslu frá Hafrannsóknastofnun, sem birt var í dag, kemur fram að alls ekki sé hægt að segja til um hvort lífríki Andakílsárinnar í Borgarfirði nái sér eftir umhverfisslysið sem varð vorið 2017, þegar þúsundir rúmmetra af aur bárust frá Andakílsárvirkjun niður stóran hluta árinnar og drap og leyðilagði hrygnigasvæði árinnar. Aurflóðið hafði þær afleiðingar og búsvæði árinnar leyðilagðist að stórum hluta, en Andakílsá var fræg fyrir sérstakan stofn laxfiska, stutta laxa og þykka, sem höfðu veiðst í ánni síðan elstu menn muna.

Þetta aurflóð drap seiðin í ánni og lítið sem ekkert veiddist af fiski ári síðar. Andakílsá var lokað í nokkur ár en veiðin kom aðeins til baka en veiðst hafi aðeins 260 laxar í ár, í fyrra komu 518 og þar áður 666 laxar.

Skýrslan sýnir því að litlar líkur séu á að Andakílsáin nái sér aftur á strik, amk er staðan þannig í dag.

Ljósmynd/Veiðimaður með hann á í Andakílsá

Veiðar · Lesa meira

Andakilsá