Skógá hefur gefið 130 laxa – allt hængar

„Það hefur verið fín veiði síðustu daga og það veiddust 14 laxar fyrir fáum dögum, en áin er komin í 130 laxa,“ sagði Ásgeir Arnar Ásmundsson.  en veitt er í ánni til 20. október og fiskar eru að ganga ennþá í ána. 

„Það sáust laxar um daginn alla vega 60 laxar í einum hylnum,“ sagði Ásgeir ennfremur. Merkilega við veiðina í sumar í Skógá er að bara hafa veiðst hængar í ánni, næstum allir laxarnir sem hafa komið á land. 

Kerlingardalsá og Vatnsá hefur gefið næstum 50 laxa og helling af sjóbirtingi. Heiðarvatn hefur verið að gefa flotta veiði og væna fiska.

Ljósmynd/Það hefur verið fjör við Skógá upp á síðkastið. Áin hefur gefið 130 laxa

Veiðar · Lesa meira

Skógá