Skógá hefur gefið 180 laxa

„Ég og pabbi hittum á frábæran veiðidag við Skógá fyrir skömmu og fengum fjóra flotta laxa en við komum að ánni að kvöldi eftir miklar rigningar,“ sagði Hilmar Jónasson sem var á veiðislóðum í Skógá og bætti við; „við áttum ekki von á neinni veiði en áin sjatnaði morguninn eftir og um miðjan dag fórum við að fá tökur í Ármótunum og Kverná, dagurinn endaði á fjórum löxum,“ sagði Hilmar um veiðiferðina.

„Já veiðin hefur verið fín í Skógá og núna eru komnir 180 laxar á land, mest allt hængar,“ sagði Ásgeir Arnar Ásmundsson er við spurðum um veiðina og hann bætti við; „80 laxar hafa veiðst í Vatnsá og um 400 sjóbirtingar og Heiðarvatn hefur verið að gefa flotta fiska,“ sagði Ásgeir ennfremur.

Það er farið að síga á seinni hlutann í veiðinni en sjóbirtingurinn er ennþá að gefa sig og laxveiðin að styttast í annan endann. Allt tekur þetta endi.

Ljósmynd: Fallegt við Heiðarvatn í Mýrdal

Veiðar · Lesa meira

Skógá