Risa fiskur úr Ytri Rangá

Vorveiðin hefur víða gengið vel og vænir fiskar komnir á land. Ytri Rangá hefur verið að gefa flotta fiska og fyrir austan eins og Geirlandsá meðal annars. Flott holl var um daginn í Geirlandsá sem veiddi yfir 110 fiska og nokkra vel væna.

Í gær veiddist flottur fiskur í Ytri Rangá sem Hrafn H Hauksson landaði og var 94 sentímetrar, tröll á Fossbreiðunni við Ægissíðufoss. Þetta var svakalega fiskur, feitur og flottur en ummálið var um 56 sentímetrar, sem þýðir að þessi fiskur er ekki langt undir 10 kílóum, kringum 20 pundinn.

Veiðar · Lesa meira

Hrafn H Hauksson með fiskinn væna í Ytri Rangá

Ytri – Rangá