Flott veiði og síðasti veiðitúr samarsins

„Þetta var bara meiriháttar og við Dögg Hjaltalín fengum fína veiði í Vola í fyrradag, flotta fiska,“ sagði Anna Lea Friðriksdóttir sem var að koma úr síðasta veiðitúr sumarsins með fína veiði.

„Við vorum fáránlega heppnar með veður, sól og nánast logn en við fengum fjórtán fiska. Engir risar en nokkrir um 60 sm, þetta var mjög skemmtilegur veiðitúr. Við fögnum alltaf Sölku, bókaútgáfunnar okkar, með því að veiða saman og núna eru sjö ár síðan við eignuðust Sölku. Jafnframt er þetta síðasta veiðiferð ársins og batt afskaplega flotta slaufu á besta ár í veiði sem við höfum upplifað,“ sagði Anna Lea ennfremur.

Anna Lea í Vola í fyrradag

Veiðar · Lesa meira

Voli