Í Vola er staðbundnn urriði, staðbundin bleikja, sjóbirtingur, sjóbleikja, lax og jafnvel stöku áll. Má segja að von sé í ágæta silungsveiði frá vori og fram til loka á haustin. Seld eru veiðileyfi til almennings og einungis eru 2 stangir leyfðar dag hvern út tímabilið sem nær. Veiðikort er af svæðinu með góðum vegamerkingum og bæjarnöfnum auk merktra veiðistaða. Svæðið er í nágrenni Selfoss eða innan við 10. mín. akstur hvort sem farið er að efri hluta svæðisins ( t.d. veiðihúsi ) eða að neðri veiðimörkum sem eru gamla brúin við Bár.
Flott veiði og síðasti veiðitúr samarsins
„Þetta var bara meiriháttar og við Dögg Hjaltalín fengum fína veiði í Vola í fyrradag, flotta fiska,“ sagði Anna Lea Friðriksdóttir sem var að koma úr síðasta veiðitúr sumarsins með fína