Vegna tengsla við Markarfljót var Affallið áður fyrr mjög jökullitað, en eftir fyrirhleðslur uppi á Markarfljótsaurum hefur það breyst mikið til batnaðar og er orðin tær bergvatnsá. Lax er ræktaður í Affallinu og veiðast þar árlega um 700 – 800 laxar sem margir hverjir teljast stórlaxar. Þekktustu veiðistaðirnir eru Kanastaðahylur #60 en þar er efri sleppitjörnin og #10 sem er við neðri sleppitjörninina. Sjóbirtingur hefur alltaf gengið í ána og bleikja finnst þar einnig í litlum mæli. Árið 2020 veiddust 1728 laxar í Affallinu og var áin sú þriðja aflahæsta á landinu.
Affallið komið í 600 laxa – þetta var frábær veiðitúr
„Við vorum að koma úr Affalinu og fengum flotta veiði, það er mikið af fiski víða í henni,“ sagði Axel Ingi Viðarsson er við spurðum hann um veiðitúrinn sem hann var að koma