Eyjafjarðará á upptök á jaðri hálendisins sunnan Eyjafjarðar og í fjalllendinu umhverfis Eyjafjarðardal. Áin er dragá með 1.300 km2 vatnasvið og rennur út dalinn um 70 km vegalengd að ósi í Pollinum við Akureyri. Hún er fiskgeng um 60 km allt fram að Brúsahvammi í 450 metra hæð yfir sjávarmáli. Í ána renna margar þverár og eru þær samtals fiskgengar um 24 km. Á efri svæðum árinnar og í mörgum þveránum er sjóbleikja ráðandi. Oft eru fyrstu bleikjurnar að ganga upp úr miðjum júlí en stærstu göngurnar virðast vera fyrri partinn í ágúst. Vanalega gengur mikið af geldbleikju á neðri svæðin í september. Staðbundinn urriði og sjóbirtingur heldur sig á neðri svæðunum og eru það oft rígvænir fiskar eða allt upp í 90 cm. Staðbundni urriðinn veiðist allt veiðitímabilið en sjóbirtingur um vorið og svo í ágúst og september.

Eyjafjarðará klikkaði ekki
„Mættum tveir saman seinnipart upp á svæði fimm í Eyjafjarðará, ég og félagi minn Hlynur,“ sagði Jóhann Steinar Gunnarsson og hélt áfram; „Byrjuðum að renna upp í Mok því við