Gljúfurá í Borgarfirði

Suðvesturland
Eigandi myndar: SVFR
Calendar

Veiðitímabil

25 júní – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

2 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

65100 kr. – 103900 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Gljúfurá er frábær þriggja stanga laxveiðiá í fögru umhverfi Borgarfjarðar. Veiðistaðir eru fjölmargir og fjölbreyttir og hentar áin afar vel fyrir bæði flugu- og maðkveiði. Þó svo að áin henti víða vel til fluguveiða hefur stærsti hluti laxveiðinnar oftast nær fengist á maðk. Gljúfurá er liðlega 20 kílómetra löng á með afar sérstökum upptökum, en hún klýfur sig út úr farvegi Langár um tvo kílómetra fyrir neðan Langavatn. Áin er fiskgeng um 11 kílómetra upp að Klaufhamarsfossi og þar eru um 60 merktir veiðistaðir hver öðrum skemmtilegri.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Gljúfurá hentar afar vel samstilltum hópum og fjölskyldum enda fylgir rúmgott og afar vel útbúið veiðihús með fjórum tveggja manna svefnherbergjum með baðherbergi og sturtu. Góður sólpallur er við húsið, heitur pottur og gasgrill. Húsið er eitt það flottasta sem í boði er á svæðum þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfir. Klósettpappír er í húsinu sem og hreinsivörur svo hægt sé að þrífa að dvöl lokinni. Einnig er hægt er að kaupa þrif. Í húsinu er bakaraofn, sjónvarp og helsti borðbúnaður fyrir að minnsta kosti 8 manns.

Lyklar að húsinu eru í sérstöku lyklahúsi sem opnast með kóða. Fólksbílafært er að veiðihúsinu.

Veiðihúsið er staðsett í landi Svignaskarðs u.þ.b. 20 km frá Borgarnesi. Beygt er til vinstri út af þjóðvegi 1 við Svignaskarð og síðan tekinn fyrsti afleggjari til hægri og hann ekinn alveg út á enda (4-5 mín.) og þá blasir veiðihúsið við.

Veiðivörður er Magnús Fjeldsted S: 866-1013.  Hann getur einnig haft milligöngu um þrif á húsinu vilji veiðimenn kaupa slíka þjónustu.

Veiðireglur

Eftir að kvóta er náð er heimilt að veiða á flugu en skylt að sleppa öllum laxi. Veiðimenn eru hvattir til að taka hreistursýni en góð aðstaða er til þess í vöðlu- og aðgerðarherbergi

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið nær frá Klaufhamarsfossi að Norðurá og er u.þ.b. 13 km langt.

Í Veiðimanninum #206 frá 2018 bls. 48, má finna mjög góða veiðistaðalýsingu af ánni.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: 20 km og Reykjavík um 100 km

Áhugaverðir staðir

Deildartunguhver, hellarnir Víðgelmir og Surtshellir, Barnafoss og Hraunfossar, Húsafell, Grábrók, Glanni í Norðurá og Paradísarlaut

Nestisstaðir

Paradísarlaut, Húsafell og Langavatn

Veiðileyfi og upplýsingar

Stangaveiðifélag Reykjavíkur s: 568 6050, [email protected]

Verðið sem gefið er upp er fyrir félagsmenn, utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Gljúfurá í Borgarfirði

Enn einn lax í Gljúfurá

„Við fjölskyldan förum árlega í Gljúfurá í Borgarfirði og höfum gert í nokkur ár. Alltaf jafn æðislegt. Margir fjölskyldumeðlimir hafa fengið sinn maríulax hér,“ segir Egill Orri Guðmundsson 11 ára

Lesa meira »
Shopping Basket