Það þarf ekki að fara mörgum orðum um Grenlækjarsvæðið sem er eitt það fengsælasta á landinu. Þetta svæði lengir sjóbirtingstímabilið þar sem hann veiðist mun fyrr hér en á þeim svæðum sem við eigum að venjast. Sjóbirtingsveiðin hefst í maí og er fram í júní. Þá tekur við veiði á staðbundum urriða og vænni bleikju. Um miðjan júlí eru svo mættar fyrstu alvöru sjóbirtingsgöngurnar og er fiskur að ganga út október. Bátur er á staðnum fyrir veiðimenn. Seld eru 2 daga holl (hálfur, heill og hálfur dagur).
Veiðin að komast af stað í Grenlæk
„Sumarið byrjar vel hjá mér en við vorum í Flóðinu í Grenlæk og eftir að hafa kastað flugunni í tíu mínútur á fyrsta veiðidegi sumarsins, tók þessi höfðingi fluguna, 85 sentimetra hængur, sem