Hörðudalsá

Vesturland
Eigandi myndar: veida.is
Calendar

Veiðitímabil

10 júlí – 09 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

4 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

45000 kr. – 56400 kr.

Tegundir

Veiðin

Hörðudalur er syðstur dala í Dalasýslu. Um hann rennur Hörðudalsá en dalurinn klofnar í Vífilsdal og Laugardal. Dalurinn gengur suður frá Hvammsfirði og er allt umhverfi sérlega fallegt. Áin var lengi afburða sjóbleikjuá og í góðu sumri veiddust þar yfir 1000 fiskar. Hin síðari ár hefur bleikjuveiði þó dregist saman líkt og víða annarsstaðar á landinu. Undanfarin ár hafa hrogn verið grafin í Laugá og lax verið fluttur á ófiskgenga hlutan í Hörðudalsá í samráði við fiskifræðinga. Eru það þættir í því að gera ána sjálfbæra. Laxveiði hefur verið talsverð, allt frá ca. 2 tugum uppí um 120. Seldir eru tveir dagar í senn frá hádegi til hádegis.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Við Hörðudalsá stendur nýtt 114 m2 frístundahús Veiðifélags Hörðudalsár. Í því eru 3 svefnherbergi sem hvert um sig hefur sér baðherbergi. Eitt herbergið er lokað á meðan það eru tvær stangir í ánni. Hægt er þó að leigja 3 herbergið ef þörf krefur í samráði við umsjónarmann. Innifalið í verði veiðileyfa eru  uppábúin rúm og þrif á húsi. Það eru 4 uppábúin rúm tilbúin fyrir hvert veiðiholl. Á brottfarardegi er byrjað að ræsta og þvo af rúmum kl. 10:00. Veiðimenn mega koma í húsið einni klukkustund fyrir veiðitíma. Frystikista er í húsinu og aðgerðar vaskur utan á því. Vinsamlega gangið vel um húsið og takið með ykkur all rusl við brottför

Veiðireglur

Hundar og drónar eru bannaðir við ána. Ekki er heimilt að nota fjórhjól eða sexhjól við akstur með ánni. Ganga skal vel um og loka hliðum sem veiðimenn þurfa að opna á för sinni við ána. Vinsamlega skráið allan afla skilmerkilega og takið hreistursýni, setjið í þar til gerð umslög og merkið samviskusamlega.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið er öll Hörðudalsá fyrir utan friðunarsvæðið efst í Vífilsdalsá. Óheimilt er að veiða í Fjórðungssíki, Hundasíki, Köldukvísl og Laugá. Svæðið er 14 km og merktir veiðistaðir eru 36

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Búðardalur: 20 km / Reykjavík 160 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvölllur: 165 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiðileyfi og umsjón: Niels S Olgeirsson s: 894 2194,  seljaland.is  & [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Vesturland

Vinsælar flugur

Myndasafn


Fréttir af veiði Hallá

Ný og glæsileg aðstaða

Fengum þær fréttir frá Herði Hjartarsyni að veiðin í Hörðudalsá sé búin að vera ágæt í sumar. Hún er nú komin í 65 laxa og um 100 bleikjur. Stolt Veiðifélags

Lesa meira »
Shopping Basket