Hrolleifsdalsá er í Hrolleifsdal sem liggur til suðausturs inn í Tröllaskagafjallgarðinn. Dalurinn er sagður kenndur við Hrolleif landnámsmann. Áin fellur í Skagafjörð austanverðan í um 18 km fjarlægð frá Hofsósi og rétt fyrir sunnan kirkjustaðinn Fell í Sléttuhlíð. Þetta skemmtilega veiðisvæði býður upp á mjög fallega sjóbleikju, urriða og laxavon. Seld eru tveggja daga holl, hálfur/heill/hálfur. Meðalveiði er um 400 sjóbleikjur og 10 laxar.
Fengu 18 bleikjur í Hrollleifsdalsá
„Ég og félagi minn vorum að koma úr Hrolleifsdalsá í Skagafirði,“ sagði Ásgeir Olafsson um veiðitúrinn í ána. „Hrollan er lítil og nett sjóbleikjuá þótt þar sé líka að finna