Straumarnir eru sennilega eitt af vinsælli 2 stanga veiðisvæðum á íslandi, fræbær meðalveiði, geggjað veiðihús sem er allveg sérhannað fyrir minni hópa og fjölskyldur. Svæðið er að vonum mjög vinsælt meðal veiðimanna enda fer um svæðið gríðarlega mikið af laxi sem er á leið uppí laxveiðiárnar ofar á svæðinu. Í Straumunum veiðist m.a. lax sem er á leið í Þverá, Norðurá og Gljúfurá. Einnig er alltaf töluvert af laxi á svæðinu allt tímabilið. Um og uppúr miðjum júlí bætist síðan sjóbirtingur í aflann og eftir því sem líður á sumarið er hann stærri hluti af veiðinni.
Maríulax í Straumunum í Borgarfirði
„Við Gummi maður minn áttum tvo daga í Straumunum í vikunni og buðum sonardóttur að koma með og kíkja á okkur, því hún hefur áhuga á veiði,“ sagði Gigja Jónatansdóttir