Langavatn í Reykjahverfi

Norðausturland
Eigandi myndar: fluguveidi.is
Calendar

Veiðitímabil

01 janúar – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

10 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

3850 kr. – 3850 kr.

Tegundir

Veiðin

Langavatn er í Reykjahverfi á milli Mývatns og Húsavíkur. Það er í 158 m hæð yfir sjó og mælt flatarmál þess er 0.6 km².  Í vatninu eru bæði urriði og bleikja. Mest er um smábleikju og er vatnið ofsetið og ekki veitti af talsverði netaveiði.  Langavatn er hluti af hinu viðfeðma vatnakerfi Laxár í Aðaldal. Úr vatninu rennur Mýrarkvísl niður í Laxá og þaðan til sjávar. Í vatnið fellur Geitafellsá en hún á upptök sín í Kringluvatni. Góð veiði er oft um miðbik vatnsins, út frá vestari bakkanum, og svo einnig þar sem Geitafellsá fellur í það. Í vatninu er einnig dágóð dorgveiði og hefur Iceland Fishing Guide boðið upp á dorgveiðiferðir í vatnið.

Gisting & aðstaða

Gistihús

Geitafell, facebook.com/Geitafell

Langavatn, s: 464-3514 / 852-8222, langavatn.com

Tjaldstæði

Heiðarbær, s: 464-3903, heidarbaer.is/campsite

Kort og leiðarlýsingar

Leyfilegt er að veiða í öllu vatninu.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Húsavík: 26 km, Laugar: 25 km, Reykjahlíð: 29 km, Akureyri: 66 km og Reykjavík: 453 km.

Veitingastaðir

Heiðarbær, s: 464-3903, heidarbaer.is

Dalakofinn, s: 464-3344, dalakofinn.is

Áhugaverðir staðir

Goðafoss: 32 km, Náttúruböðin Mývatn: 33 km, Námaskarð: 35 km, Grjótagjá: 33 km, Dimmuborgir: 35 km.

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Langavatn í Reykjahverfi

Góð dorgveiði í Langavatni

„Það er heldur betur búið að vera líf í dorgveiðinni hér fyrir norðan. Við hjá Fluguveiði.is höfum verið að fara með fólk í svokallað vetrarævintýri sem er tvær nætur í veiðihúsinu við

Lesa meira »

Mokveiði í Langavatni í Reykjadal

„Já við fórum fimm vaskir veiðimenn í Langavatn í Reykjadal í vikunni og veiðin var flott, eiginlega mokveiði,“ sagði Cyrus Alexander Harper, er við spurðum um veiðiferðina í Reykjadalinn. En

Lesa meira »
Shopping Basket