Leirá í Leirársveit er mjög skemmtileg sjóbirtings og laxveiðiá og er alveg kjörin fyrir vini og litlar fjölskyldur sem vilja hafa það náðugt. Áin er frekar viðkvæm veiðiá og er mikilvægt að fara varlega um bakka hennar til að ná góðum árangri. Í Leirá eru um 24 merktir veiðistaðir sem ágæt aðkoma er að, sérstaklega í neðri hluta árinnar. Allt að 60 laxar veiðast í ánni á ári sem telst allgott miðað við stærð. Auk góðrar sjóbirtingsveiði á vorin veiðist oft bleikja í ósnum í maí og júní.
Frosnar ár og vötn víða – erfitt að koma færi niður
Sjóbirtingsveiðin hófst í morgun víða eða átti að hefjast en aðstæður eru verulega erfiðar þegar maður kemur varla niður færi vegna ísalaga. Í Leirá í Leirársveit var veiðifjölskyldan Stefán, Harpa