Miðfjarðará í Miðfirði

Norðvesturland
Eigandi myndar: Högni Harðarson
Calendar

Veiðitímabil

15 júní – 19 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

10 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Lax

Veiðin

Miðfjarðará verður til við sameiningu Núpsár, Austurár, og Vesturár,  en Miðfjarðaráin sjálf er hinsvegar einungis um 13 km löng. Efstu upptök ánna þriggja liggja uppá á heiðunum suður af Miðfjarðardölum, í Kvíslarvötnum á Núpsheiði, Arnarvatni stóra, og Tvídægru.

Miðfjarðará þykir afskaplega falleg á og eru margir sem kalla hana drottningu laxveiðiáa, en hún þykir vera ein besta og um leið ein dýrasta laxveiðiá landsins. Megnið af laxinum sem veiðist í Miðfjarðará er um 5 ~ 9 pund að stærð en laxar allt að 20 pund veiðast þar einnig ár hvert. Árið 2015 var alger metveiði í henni, eða 6028 veiddir laxar. Áin státar af mjög góðri meðalveiði, eða 3584 löxum síðustu 10 árin. Ávallt er veitt í 2-3 daga í senn, frá hádegi til hádegis.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Einstaklega glæsilegt veiðihús er við ána; Laxahvammur. Þar er skildugisting, hreinlega allt til alls og væsir ekki um neinn. Hægt er að panta sér leiðsögumann ef veiðimenn kjósa, en oft er það heppilegt þegar stór veiðiá er heimsótt í fyrsta skiptið.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið spannar Miðfjarðará, Vesturá, Austurá og Núpsá. Yfir 200 veiðistaði á um 85 km kafla

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Hvammstangi: 22 km / Reykjavík: um 200 km / Akureyri: 213 km (vegalengdir í Veiðihús)

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvöllur: 205 km / Akureyrarflugvöllur: 216 km

Veiðileyfi og upplýsingar

www.fhd.is

Rafn Valur Alfreðsson s: 824-6460,  [email protected]

 

 

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur

Myndasafn


Fréttir af veiði Miðfjarðará í Miðfirði

Ungur og efnilegur veiðimaður

,„Þegar maður er tólf ára trítill og þræðir bryggjurnar í Reykjavik og veiðir og veiðir, það er stórkostlegt þegar pabbi manns tekur mann í veiði, en það fékk ég að upplifa

Lesa meira »

Tvíveiddur lax lengdist um sentímetra

Stærsti laxinn til þessa í Miðfjarðará í sumar veiddist í vikunni og mældist 101 sentímetri. Áður hafði veiðst lax sem mældist 100 sentímetrar. Báðir þessir laxar veiddust í Grjóthyl. Nú

Lesa meira »

Veiðin gengur rólega núna

„Við erum búnir að fá nokkra laxa félagarnir en hollið hefur veitt um 30 laxa. Það er  minna en í fyrra hérna hjá okkur, það er líka minni fiskur greinilega

Lesa meira »

Húnavatnssýslurnar að gefa stóralaxa

Veiðimenn hafa verið að setja í töluvert af stórlaxi síðustu daga í húnvetnsku ánum. Staðfestur hundraðkall veiddist í Miðfjarðará í gær og var þar að verki Theódór Friðjónsson og setti

Lesa meira »

Æsilegasta laxaviðureign sem sést hefur

Einhver æsilegasta viðureign við lax sem náðst hefur á filmu var mynduð í Miðfirði sumarið 2018, þegar sjónvarpsþættirnir Sporðaköst hófu á ný göngu sína á Stöð 2. Þar urðu áhorfendur

Lesa meira »

Haraldur hárfagri með maríulax í Miðfirði

Finnski leikarinn Peter Franzen, sem leikur Harald hárfagra í þáttaröðinni Vikings á Netflix, landaði maríulaxinum í Miðfjarðará á afmælisdeginum sínum. Með Peter í för var Jasper Paakkönen sem lék Hálfdán

Lesa meira »
Shopping Basket