Minnivallalækur

Suðurland
Eigandi myndar: Iceland Outfitters
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðiskáli
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

25000 kr. – 40000 kr.

Tegundir

Veiðin

Minnivallalækur er í Landsveit, ekki langt frá Hellu. Hann á fáa sína líka í heiminum. Kristaltært og frjósamt lindarvatnið veitir umgjörð utan um einhver allra bestu búsvæði urriða sem fyrirfinnast á Íslandi. Staðsetning lækjarins gerir það að verkum að hitastig vatnsins er mjög jafnt, leiðnin há og frjósemi mikil. Þessar aðstæður skapa kjörlendi fyrir skordýralíf og henta urriða feykivel. Það er óvíða í heiminum sem veiðimenn eiga möguleika á að setja í tíu punda urriða á pínulitlar þurrflugur í stærðum 18 og jafnvel minni. Á hverju ári veiðast urriðar sem eru um og yfir 10 pund og fjöldi fiska á bilinu 4-8 pund. Minnuvallalækur er svo sannarlega paradís urriðaveiðimannsins.

Gisting & aðstaða

Veiðiskáli

Við efsta veiðistað Minnivallarlækjar, Húsabreiðu, stendur glæsilegt og notalegt veiðihús til afnota fyrir veiðimenn. Í húsinu eru fjögur uppbúinn tveggja manna herbergi, tvö baðherbergi með sturtu, eldhús, borðstofa og setustofa. Á pallinum við húsið er heitur pottur og þar er einnig gasgrill. Í húsinu er bakaraofn, helluborð, tveir ísskápar – annar með frystihólfi og uppþvottavél. Til að kveikja á heitum potti þarf að slá inn rofa, merktum heitum potti, í rafmagnstöflu inni í eldhúsi. Hitastig á pottinum ætti að vera fínt við komuna í hús og þar sem sírennsli er í pottinn þarf ekki að tæma hann við brottför. Við biðjum gesti okkar þó um að slá pottinum út aftur við brottför. Á komudegi má mæta í húsið eftir kl. 14 en veiðimenn þurfa að fara úr húsi kl. 13 á brottfarardegi.

Veiðireglur

Seldir eru tveir eða þrír dagar í senn frá hádegi til hádegis. Þó eru seldir stakir dagar með stuttum fyrirvara.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið nær frá upptökum, en Húsabreiða er í raun efsti veiðistaður, til ármóta við Þjórsá. Það er samtals um 7 km langt

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Hella: 32 km, Selfoss 54 km, Reykjavík: 111 km, Akureyri: 481 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvöllur: 112 km, Keflavíkurflugvöllur: 150 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiðþjónustan Strengir  s: 660-6890, [email protected]www.strengir.com

Veiðivörður:  Jóna í s: 845-4060

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Minnivallalækur

Flott veiði í Minnivallarlæk

Hann Hrafn Hauksson var að koma úr tveggja daga veiði úr Minnivallalæk ásamt félaga og sendi okkur þessa línu, Hrafn segir um veiðiferðina; „Það var hávaða helvitis rok báða dagana

Lesa meira »

Góð helgi í Minnivallalæk!

Hópur með veiðimanninum Hrafni Haukssyni gerði góðan túr í Minnivallalæk um helgina er óhætt að segja. Fengu þeir 36 fiska og flest allir vænir urriðar og stærstu voru hátt í

Lesa meira »

Góð helgi í Minnivallalæk

Frétt frá Þresti Elliðasyni: “Hópur veiðimanna sem þekkir lækinn vel var við veiðar um helgina og gerði góða veiði. Fengu þeir 14 fiska, þá stærstu allt að 70 cm og

Lesa meira »

Gekk vel í Minnivallalæknum

„Já kíktum í Minnivallalæk ég og Stefán bróðir, vorum að vinna í veiðihúsinu og kíktum svo aðeins í veiði eftir það, “sagði Ómar Smári Óttarsson í samtali við Veiðar. „Við byrjuðum á

Lesa meira »
Shopping Basket