Vötnin í Svínadal eru þrjú: Eyrarvatn, sem Laxá í Leirársveit fellur úr, þá Þórisstaðavatn (Glammastaðavatn) og efst Geitabergsvatn, en þau eru samtals 3.12 km² að flatarmáli og er miðvatnið stærst þeirra. Í vötnunum er bæði bleikja og urriði og lax fæst þar einnig enda er laxgengt í vötnin. Silungarnir geta orðið mjög vænir í vötnunum og er nokkuð jöfn veiði út tímabilið. Að vötnunum er ekið út frá þjóðvegi um Hvalfjörð hjá Ferstiklu og þegar komið er upp á hálsinn blasa vötnin við sjónum.
Þetta var bara ansi gaman
„Já maður er alltaf eitthvað að veiða og hnýta líka, fór að veiða upp í Svínadal um daginn og það var gaman,” sagði Hilmar Þór Sigurjónsson sem finnst fátt skemmtilegra en að