Ytri Rangá er ein þekktasta og besta íslenska laxveiðiáin. Þar eru fjölbreyttir veiðistaðir og oft mikil veiði í fallegu umhverfi. Mest var veiðin sumarið 2008 þegar 14.315 komu á land. Það er langmesti afli sem vitað er að veiðst hafi á stöng í einni laxveiðiá hérlendis til þessa. Ytri Rangá á upptök sín í Rangárbotnum í um 200 m hæð yfir sjávarmáli og er ein stærsta lindá landsins. Hún sameinast Þverá ca. 10 km frá sjó og sameinaðar heita árnar Hólsá. Ólíkt flestum öðrum laxveiðiám, þá er vatnsmagn árinnar mjög stöðugt og áin litast sjaldan, þótt mikið rigni. Meðalveiði síðustu 9 ára er tæpir 7000 laxar.

Ytri-Rangá á fleygiferð – flott veiði!
„í Ytri-Rangá er góð þessa dagana og erum við að sjá aukningu á hverjum degi. Síðasta veiðivika var með veiði upp á 299 laxa og á miðvikudagskvöldið voru 702 laxar komnir